BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, júlí 29, 2005

Kajak

Skelltum okkur (vinnan) í kajakferð til stokkseyrar á dögunum - boðsferð :). Var mjög gaman. Var aðeins meiri öldugangur núna heldur en þegar ég prófaði fyrsta skipti í Hvalfirðinum. Var farin að hafa áhyggjur af því ef ég yrði sjóveik ;) yrði heldur neyðarlegt. Tókst einum að steypast í sjóinn - sá eini sem ég hélt að yrði þurr og sá eini sem mátti síst við því vegna þess að hann var með myndavél með sér. Hann greinilega stóðst ekki mátið þegar ein stelpan kallaði á hann til hjálpar því hún sat föst í þara ;)
Varð reyndar pínku aum í handleggum eftir róðurinn sem segir mér það að pikka á lyklaborð daginn út og inn gerir ekkert fyrir vöðva í handleggjum.

Síðan bauð vinnan eða ég held starfsmannafélagið okkur í humarsúpu á Fjöruborðinu og fyrir gikki eins og mig (var ein önnur jeeiii) þá fengum við grænmetisrétt - og vá þvílíkt sælgæti, hefði bara ekki trúað því. Þar sem við vorum nú komin alla þessa leið þá skelltum við okkur í draugasetrið.....þetta er brilliant hugmynd hjá þeim en vantar að útfæra aðeins betur - hefur ekki alveg þolinmæðina til þess eða athyglina til þess að fylgjast með öllum sögunum. Aðal gamanið var að fylgjast með þegar hinum hópunum var brugðið - vorum send inn í 3-4 manna hópum. Eftir þetta þá brunaði minn bíl í bæinn þar sem þurfti að koma næturverðinum á vakt. En var hin fínasta skemmtun.

Að öðru þá er ég búin að kaupa farmiða til Kaupmannahafnar þannig að eins gott fyrir væntanleg brúðhjón að hætta ekkert við brúðkaupið sitt - en ég er að fara í brúðkaup til Þýskalands núna í byrjun september. Hlakka svo til að komast í frí, komast út, hitta Ásdísi og fara á þessa eyju þar sem brúðkaupið er.

Svo er bara vera að plana plana plana og hugsa hugsa hugsa - ljóstra kannski öllu í oktober eða síðar...... fyrir utan þá sem hitta mig þá vita flestir hvað er á seyði.

Svo er verið að fara að taka á því - skráði mig í námskeið hjá world class ásamt litlu systurþ Kvíði pinku fyrir því ef mikið er um pallahopp - er ekki alveg að fíla það.

ble - læt duga í bili og held áfram að lesa Harry Potter :)

over and out

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Esjan

Haldið þið ekki að mín hafi gengið upp á Esju í gær eftir vinnu - allt Rósu frænku að kenna/þakka. Er síðan svoldið aum í löppum í dag.

Fór síðast fyrir 9 árum síðan - fannst ég hafa gengið betur á uppleið heldur en seinast en var sama tíma - var 4 klst takk fyrir. Ganga upp - stopp á toppi - ganga niður. Var ekki alveg nógu sátt við það.

Verð víst bara að sætta mig við það að ég er ekki mikil fjallagarpur - minnsta kosti ekki hraðskreið svona upp í móti. Er líka sjaldnast hraðskreið en það er allt annar handleggur ;)

Grunar að Rósa frænka farið að herja á mig með aðrar gönguferðir... hún er búin að finna einhvern sem er hægfarari hehehe

gamalmennið Linda

þriðjudagur, júlí 19, 2005

sofa

þess má geta að stuttu eftir að ég ritaði bloggið í gær þá fór ég að sofa - þar af leiðandi missti ég af lost og dead like me :( náði ekki einu sinni að horfa á lögreglustjórann.....

segja má að ég sé þreytt......

zzzzzzz.....

mánudagur, júlí 18, 2005

Blátt

Allt sem er blátt blátt finnst mér vera fallegt.....

Eins og mér þykir grænn litur fallegur og er uppáhaldið mitt með bláa litnum þá er þetta blogg meira blátt heldur en grænt. Fannst bara ekki passa að hafa grænan þannig að er komið aftur í bláan en er samt ekki alveg eins.

Skellti mér í sund eftir vinnu í góðum félagsskað. Það var gott.

góða nótt

laugardagur, júlí 16, 2005

Enn ein stelpan

Hálfsystir
hálfbróður míns var að eignast stelpu þann 14. júlí - ég óska henni og fjölskyldunni innilega til hamingju með litlu stelpuna :)

Er annars endanlega búin að gefast upp á símanum mínum - hann vill ekki hlaða sig :( þannig að er að spá í að kaupa nýjan. Blóta vinnu nr. 2 þessa dagana því okkur var lofað inneignarkorti í smáralind fyrir eitt verkefni og er ekki enn komin með það í hendurnar. Ef það væri þá gæti ég keypt síma.

well hef voða lítið að segja.... bíð eftir að fá harry potter bók í hendurnar...

girl power... hahaha

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Af hverju?

Skil ekki af hverju litirnir koma ekki eins út í firefox og internet explorer! Hvernig er þessi litur? Jæja kommentið lömbin mín.... að vísu eru litirnir á linkunum ekki alveg eins en nenni ekki að spá í því núna.

koma svo...

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Hræðilegt.....

ojj barasta liturinn hérna - var að breyta þessu í gærkveldi og í tölvunni heima kom þetta ágætlega út - var einhver khaki litur á þessu en í dag er þetta appelsínugult og gult.... hræðilegt..... breyti þessu hið fyrsta......

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Boring life

Það hefur verið minnst á að sé orðið niðurdrepandi að lesa bloggið mitt, engin nein gleði. Hef litið á það og séð að það er svona annað hvort blogg hjá mér. Ég ætla ekki að lofa neinum bótum né betrum því þetta er bara eins og þetta er undanfarna daga og vikur hjá mér. Því miður. En koma tímar koma ráð.

Er samt með nokkra spennandi hluti upp í erminni - getur maður ekki annars sagt svona?
Sem ég ætla þó ekki að setja á bloggið mitt strax - ekkert fyrr en er orðið öruggt :) en ég er mjög spennt yfir nýjum upplýsingum. Er farin að líta á draumur minn geti orðið að veruleika - bara krossleggja fingurnar fyrir mig.

Svo meira jákvætt er að ég er búin að kaupa baðkeri sem kemur að vísu ekki fyrr en eftir mánuð en þá get ég vonandi farið að ljúka við allt í íbúðinni og farið í bað. Þannig að í enda ágúst og september munuð þið finna mig í nýja baðkerinu mínu....

Er líka búin að kaupa miða á Emiliönu Torrini - víi hlakka til og svo eru aðrir tónleikar sem ég bíð líka spennt eftir en það er Sigur Rós, þeir fengu líka svo góða dóma hjá gurdian í dag víst.

hasta la vista

p.s. ef einhverjum langar að gefa mér nýjan síma er ég alveg opin fyrir því ;)

föstudagur, júlí 08, 2005

Læri Læri

Eldaði í fyrsta skipti læri í gær á minni matseldsævi, tókst alveg ágætlega en ótrúlegt en satt þá tókst mér að klúðra grænu baununum. Treysti mér reyndar ekki í að gera brúnaðar kartöflur þar sem mér hefur einungis bara tekist að brenna sykurinn. Held ég hafi bara ekki áður verið svona mikið í eldhúsinu.

Ég varð líka að réttlæta það að hafa haldið elshúsborðinu sem "borðstofuborði" þrátt fyrir plássleysi. Var reyndar líka skrautlega þröngt ;)

Er að gæla við þá hugmynd að bjóða fólki í mat í hverjum mánuði. Einhver fórnarlömb fyrir ágúst?

hasta la vista

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Systurdóttirin

Var að passa systurdótturina á þriðjudagskvöldið. Var ég búin að nefna að hún er algjör dúlla? En hún var algjör engilinn þessi rófa og ef hún var eitthvað að pirrast þá fór ég fyrir framan spegilinn því hún var svo hrifin að stelpunni sem hún sá þar :)

Að öðrum málum þá er búið að setja upp nýja klósettið mitt og vaskinn og rífa baðkarið burt. Þarf að finna nýtt, kaupa og setja upp. Þegar ég var að kaupa klósettið var sagt við mig að loksins gæti ég farið að skíta.... en held maður tími því ekkert í svona nýtt klósett. Svo er ég líka að spá í að banna strákum/mönnum að pissa hjá mér, sendi þá bara út í garð ;)

andvaka....ömurlegt

mánudagur, júlí 04, 2005

Hraðferð Kleppur

Er á hraðleið inn á klepp með þessu áframhaldi, besta falli heilsuhælið í Hveragerði.... svoldið slæmt þegar maður er farin að óska þess sem ég er stundum farin að óska mér til þess að þurfa ekki að mæta í vinnuna... og maður ætti að fara varlega í að óska sér ekki satt!

Mánudagar eru helv.......

föstudagur, júlí 01, 2005

Duran Duran

Geggjaðir tónleikar.

Þeir náðu upp góðri stemmingu og þetta var rosalega gaman. Hringdi til Heiðdísar til þess að leyfa henni að heyra frá tónleikunum þar sem hún komst ekki suður á þá. Hún fékk alveg fílinginn í gegnum símann :)

Miða við það að ég virtist ekki geta fengið neinn með mér á tónleika þá rættist úr því og ég var í góðum hópi.

Undanfarin ár hef ég bara farið á tónleikana til þess að vera í sjúkragæslunni en að fara á sjálfa tónleikana og vera gestur í salnum það er bara allt annað. Hefði að vísu viljað sjá þá smá up close and personal og þá hefði verið gott að vera í sjúkragæslunni ;) en maður fær víst ekki allt.

wild boys...