BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Pirringur
 
Er pirruð og svaf ekki vel í nótt. Bakstungur fara greinilega ekki vel í mann!
 
Er enn sár og veit ekki hversu mikið ég ætti að segja hér, langar að segja helling en held það sé ekki ráðlegt. Mest pirrandi er að aðilinn sem á hlut í máli skilur ekki afstöðu mína og ég er ekki sátt við gjörðir þessa aðila sem að mér finnst hefur áhrif á síðan aðra vini. Hef ekki í mér að faca þau alveg strax enda ég líka niðurdregin og erfitt fyrir mig að fela það og vil ekki að það hafi áhrif á þau. Sumum gæti fundist þetta hið mesta kjaftæði en fyrir mér er það ekki, má vera að ég sé að gera úlfalda úr mýflugu en finnst það ekki.
 
Merkilegt þegar ég verð reið, sár eða annað við suma vini þá þurfa þeir alltaf að gera lítið úr því, ég sé að gera eitthvað mikið úr einhverju sem er engu. En þetta eru mínar tilfinningar og þær eru mikilvægar. Oft á tíðum langar mig til þess að láta eitthvað stórt og ljótt flakka en tel mig nú yfirleitt geta haldið mörgum hlutunum inni svo ég sjái ekki eftir þeim þótt vissulega geti ég orðið orðljót.
 
Spurning um hvort ég þurfi ekki að fara að líta í eigin barm og athuga hvort það sé ekki eitthvað hjá mér þar sem mér finnst sumir sífellt vera að traðka á mér.
 
Þurfti að koma þessu frá mér og hér er það komið. Er eflaust óskiljanlegt og mér er líka alveg sama, sumir sem gætu skilið þetta og aðrir ekki.
 
:(

0 Mjálm: