Metallicku Tónleikarnir
Ég hef reyndar mest lítið að segja um þessa tónleika. Þetta gekk mun betur fyrir sig en ég bjóst við. Hélt að það mundi einhvern veginn allt fara í klúður þar sem við vorum á nýjum stað.
Þeir spiluðu líka lengur en upphaflega var gert ráð fyrir tónleikagestum ábyggilega til mikillar ánægju en ekki laust við að ég var farin að líta á klukkuna ansi oft enda orðin langur dagur og maður orðin þreyttur og svangur!
Fer að verða svoldið varhugavert því maður var alltaf að segja við tónleikagesti sem komu til manns nánast örmagna að verða að passa sig að drekka nóg vatn því mest af þessu öllu saman var bara vatnsskortur vegna hita og þrengsla. Síðan áttaði ég mig á því fyrr um kvöldið að ég sjálf hafði ekki fengið mér neitt að drekka í dágóðan tíma. Má ekki gleyma sjálfum sér!
Var komin heim mjög seint af tónleikunum í gær eða ekki um hálf tvö leytið... og ákvað að taka strætó í seinna lagi. Nema hvað haldið þið ekki að fimman hafi bara "lent" í árekstri á Gullteignum. Það þurfti ekkert nema lagni til þess að það hafi tekist hjá þessum bilstjóra.
Get ekki annað sagt en þetta hafi verið stórfurðulegt, hélt á timabili að hann hafi gert þetta viljandi svo hann þyrfti A) ekki að fara hringinn eða fara heim b) væri undir áhrifum áfengis eða lyfja.
Málið er að strætóbilstjórinn keyrði inn Gullteiginn og keyrir frekar hægt síðan einhverja hluta vegna fer hann á öfugan vegarhelming og það er bíl á móti sem keyrir framhjá honum sem sagt á öfugum vegarhelmingi og gaurinn er á mjög hægum gangi nema svo keyrir hann á kyrrstæðan bíl á öfugum vegarhelming sem var í stæði!
Það þarf bara lagni til að gera þetta! Ég er ekki enn að skilja þetta!
Linda sem skilur ekki altt
mánudagur, júlí 05, 2004
Birt af Linda Björk kl. 13:38
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli