Grill
Grillpartýið í vinnunni var bara brill.
Þetta var mjög svo alþjóðlegt, fyrir utan Íslendingana þá voru þarna 2 danir, frakkar, þjóðverjar, Hollendingar, frá Kanada, Austurríki og Breti.... hef á tilfinningunni að ég sé að gleyma einhverjum. Allavega við sátum úti á farfuglaheimilinu til klukkan tvö og það var svo gott veður, en um tvö leytið ákvað næturvörðurinn að reka okkur inn því gestirnir þyrftu að sofa... vona að komi ekki mjög miklar kvartanir um hávaða.
Var mjög merkilegt kvöld því bretinn var mjög sætur strákur og skemmtilegur... ekki oft sem maður hittir sætan Breta ;-) og svo var hann líka landfræðingur!Danirnir voru þrælskemmtilegir líka og frakkinn spilaði á gítar og söng einhverja franska slagara.
Við heldum síðan niður í bæ á prikið og 22 og dönsuðum..... og ég var ekki komin heim fyrr en um sex leytið í morgun eftir að hafa skutlað nokkrum heim og aftur á farfuglaheimilið.
Þetta var snilld!
:-)
laugardagur, júlí 17, 2004
Birt af Linda Björk kl. 12:11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli