Tónleikar
Já fór aftur á tónleikana í gær!
Í gær var söngvarinn hins vegar í svörtum fötum og berfættur meðan hann var í hvítum fötum og berfættur á fyrri tónleikunum!
Það er getur nú verið ágætlega gaman á tónleikum og skemmtilegt að sjá að það er í flestum tilfellum alltaf sama fólkið í gæslu, sömu brunaeftirlitsmennirnir eru á staðnum og svo við :-)
þetta var hinsvegar í fyrsta skipti sem ég sé lögguna inn í höllinni, sáum ein fjögur stykki. Yfirleitt situr löggan bara út í bíl ef hún er þarna á annað borð. En í þetta skipti voru þeir inni og þegar smoke on the water lagið kom þá kom aðeins hreyfing á þá og þeir fóru upp í sal! Bara gaman að því. Eins með brunaeftirlitsmennina, þeir stóðu uppi alveg hellengi einnig!
Stundum hreinlega finnst mér að það ætti að raða eftir hæð á svona tónleikum þannig að þeir minnstu séu fremstir o.s.frv. Væri það ekki frábært!
Fannst nefnilega mjög mikið um það á báðum tónleikunum að fólk var að koma með börnin sín, og sá þau svo greyin vera að reyna að rýna upp á svið en tímabil sem þau hættu bara að reyna og horfðu á bakið nú eða rassinn á næsta manni.
Linda kvefaða
föstudagur, júní 25, 2004
Birt af Linda Björk kl. 08:59
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli