BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, júní 15, 2004

Home sweet home

Kom heim seinni partinn á sunnudaginn! Dauðþreytt!

Austurríkisferðin var fín, gaman að taka þátt í keppninni en maður fann fyrir þreytu í lokin. Við vorum tiltölulega sátt við okkar hlut en þegar kom að úrslitunum þá var ég að það minnsta kosti ekki sátt og olli vonbrigðum þótt við þessu væri að búast.

Kom mér líka á óvart að ég fann ekki fyrir óþægindum af dómurunum, fann sjaldnast fyrir því að þeir væru þarna nálægt mér og fylgjast gaumgæfilega með mér.

Verð að segja frá einum pósti í keppninni.
Þetta var semsagt bílslys, við komum að bíl sem hafði keyrt á háspennukassa og neistaflugið stóð í allar áttir. Við kölluðum á fólkið að vera kjurrt í bílnum þangað til allt væri orðið öruggt. Stuttu seinna kom rafmagnskall og sagði að öllu væri óhætt. Þá þutum við að bílnum og ég hjálpaði manni út að aftan. Það virtist vera í lagi með hann en bara í sjokki. Ég tók hann til hliðar og bað hann að setjast og fór að tala við hann. Ég tók síðan skoðun á honum til að sannfæra mig um það að væri ekkert brotið eða neitt sem væri að.... þegar ég tók eftir öðru eyranu...... og vá það var sjokk. Það vantaði alveg blöðkuna og svo var eitthvað fyrir eyranu (get ekki útskýrt þetta almennilega). Fyrsta sem mér datt í hug var bruni og skoðaði meira og kallaði síðan á Nonna. Maðurinn sem ég var að annast sagði mér að þetta væri normal en ég hlustaði ekki á hann því gat verið að hann vissi ekkert hvað hann væri að tala um, þangað til dómarinn blandaði sér í leikinn og sagði mér að þetta væri eðlilegt. Þannig að greyið maðurinn var bara með svona eyra og ég sem skoðaði það fram og tilbaka og var að dást að hvað þetta væri nú vel gert..... auli ég. En samt sem áður fegin að hafa ekki þurft að gera neitt :-)

En komin heim og er eitthvað þreytt á lífinu þessa daga..... get þó farið að hlakka til næstu helgi en þá er stefnt að því að fara á Hveravelli.

Linda til Hveravalla

0 Mjálm: