Handboltaliðið
Újee stundum er vinnan bara á besta stað í bænum ;-), sjáum íslenska tilvonandi landsliðið í handbolta skokka hérna framhjá. Ekki slæmt það!
Var hjá ömmu gömlu bara í allt gærkvöld....
Linda með lýsingarnar úr dalnum
miðvikudagur, júní 30, 2004
þriðjudagur, júní 29, 2004
Afmæli
Samkvæmt áreiðalegum heimildum á amma Rósa afmæli í dag og er 83 ára kellan! Enn í fínu formi.
Er að hugsa um að kíkja til hennar með blóm!
Ég meina hvað getur maður gefið annað þar sem hún á nánast allt... ég meina henni vantar ekki neitt þannig lagað séð!
Talar nánast alltaf um það kellan þegar ég kem í heimsókn (sem er sjaldan) og þá sérstaklega ef hún tekur fram fínu glösin að ég eigi nú að fá þessi glös eftir að hún er öll þar sem foreldrar mínir gáfu henni nú glösin einhvern tímann fyrir langa löngu síðan. Kæmi mér ekkert á óvart að hún væri búin að merkja allt, hver á að fá hvað eftir hennar daga!
Er búin að sjá það að stundum hreinlega borgars sig bara ekkert að vera almennilegur kemur oft í bakið á manni!
hún á afmæli í dag....
mánudagur, júní 28, 2004
Kómískt
Langar alveg rosalega að skrifa um eitt mál sem er í gangi en get það ekki.
Það pirraði mig alveg rosalega í morgun og dagurinn leit út fyrir að verða alveg hræðilegur en er farið að finnast þetta mjög kómískt núna. :-)
Linda getur ekki orðum bundist!
Er þetta satt?
Er í nettu sjokki hérna og trúi ekki því sem ég var að lesa. Systir mín benti á blogg hjá íslenskri stelpu sem býr í útlöndum og er nýbyrjuð að vinna hjá escort þjónustu en sem veitir mun meira en escort. Þetta er bara vændisþjónusta!
Þetta hlýtur að vera bara persóna sem er með gott hugmyndarflug og að skrifa.... ég trúi ekki að þetta sé raunveruleg manneskja með þessa vinnu!
Ég er í þvílíkri afneitun!
Linda vantrúaða
sunnudagur, júní 27, 2004
DVD myndir
Kristjón bróðir á afmæli í dag og er alveg 10 ára!
Fór í afmæli til hans í dag, það fyndna við þetta allt saman er að mennirnir í afmælinu sátu allir úti sem ég svo sem spáði ekki mikið í þar til ég heyrði að það var ástæða fyrir því. Það var nefnilega ein lítil frænka mín um 9 mánaða sem bara grenjaði ef hún sá þá þannig að þeir flúðu út og hún grenjaði ekki.
Tók 21 grams og Confession of a dangerous mind og var að horfa á það og pirr pirr pirr... mental note til mín ekki taka DVD myndir sérstaklega frá Skalla! Diskarnir eru skemmdir.....og sérstaklega pirruð eftir að ég horfði á confession of a dangerous mind því ég missti bara af heilum 15 mínútum... seinustu 15 mínutum.......garrrggg!
Linda pirr
laugardagur, júní 26, 2004
Slöpp
Jamm það verður bara að viðurkennast hér með að ég er eiginlega frekar slöpp... farin að spá í hvort þetta tengist kosningum! Finnst ég all oft eitthvað slöpp þegar ég þarf að mæta á þessa kosningastaði og kjósa.
Seinustu alþingiskosningar og svo einhverjar bæjarstjórnarkosningar að mig minnir þegar ég bjó í Kópavoginum. Svo í dag!
Er í vinnunni og er ekki alveg að meika þetta :( langar heim og skríða upp í rúm!
Vildi þó óska að þegar ég kæmi heim væri allt hreint og fínt.... en það gerist víst ekki nema ég geri eitthvað.
Jæja reyna að halda áfram að vinna!
Linda ekki hin hressasta
föstudagur, júní 25, 2004
Leiðist
Mér hundleiðist......... er komin með nóg af hori og stifluðu nefi :( er sloj og þreytt og nenni ekki að gera neitt.
Bjóst við að ég mundi bara sofa af mér kvöldið en það er heldur ekki að gerast!
Ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu og nenni ekki einu sinni út í vídeoleigu að taka spólu né að taka upp bók.
Nenni ekki að þrífa svínastíuna sem ég bý í né setja í þvottavél.
Kveikti á tölvunni til að fá samskipti við annað fólk, fá nasaþef af öðrum..... já rafrausið er til marga hluta nytsamleg!
Er maður sick eða hvað!
Búin að sitja fyrir framan tölvuna í vinnunni um 10-11 klst á dag seinustu daga og svo kem ég heim og kveiki á tölvunni.
What to do what to do!
Linda leiða
Haustveður
Hvað er málið með haustveðrið sem er úti núna!
Rosalega sætur strákur frammi í afgreiðslu núna.... ætlaði ekki að tíma að fara inn aftur.
Haha fékk hringingun áðan frá Portugal, eftir stutt spjall spurði náunginn mig hvort ég væri ekki að fagna sigri þeirra.
Bjargaði mér með því að segja að ég horfði ekki á fótbolta sem er alveg rétt, couldn´t care less!
:-)
Tónleikar
Já fór aftur á tónleikana í gær!
Í gær var söngvarinn hins vegar í svörtum fötum og berfættur meðan hann var í hvítum fötum og berfættur á fyrri tónleikunum!
Það er getur nú verið ágætlega gaman á tónleikum og skemmtilegt að sjá að það er í flestum tilfellum alltaf sama fólkið í gæslu, sömu brunaeftirlitsmennirnir eru á staðnum og svo við :-)
þetta var hinsvegar í fyrsta skipti sem ég sé lögguna inn í höllinni, sáum ein fjögur stykki. Yfirleitt situr löggan bara út í bíl ef hún er þarna á annað borð. En í þetta skipti voru þeir inni og þegar smoke on the water lagið kom þá kom aðeins hreyfing á þá og þeir fóru upp í sal! Bara gaman að því. Eins með brunaeftirlitsmennina, þeir stóðu uppi alveg hellengi einnig!
Stundum hreinlega finnst mér að það ætti að raða eftir hæð á svona tónleikum þannig að þeir minnstu séu fremstir o.s.frv. Væri það ekki frábært!
Fannst nefnilega mjög mikið um það á báðum tónleikunum að fólk var að koma með börnin sín, og sá þau svo greyin vera að reyna að rýna upp á svið en tímabil sem þau hættu bara að reyna og horfðu á bakið nú eða rassinn á næsta manni.
Linda kvefaða
fimmtudagur, júní 24, 2004
Deep Purple tónleikarnir
Er í smá nafnasamkeppni við Halla um hvor er á undan að blogga um tónleikana og nefna þekktu andlitin sem við sáum!
Þeir sem ég sá og man eftir..... Jakob Frímann Magnússon, Haukur Hólm, Kalli Bjarna, Addi Fannar í skítamórall, Einar Bárða, Sigurjón Kjartansson, Jóa Fel, Fjölnir tattú, Rúnar Júl og Pétur Kristjáns (sem söng krókinn með sálinni), Halli benti mér á ritstjóra Séð og Heyrt, Óli Palli á Rás 2.
Ég er alveg ábyggilega að gleyma einhverjum... hef það sterklega á tilfinningunni!
En tel mig hafa unnið keppnina! :-)
Annars voru þessir tónleikar frábærir og góð stemming í höllinni.
Get ekki ákveðið mig hvort ég eigi að fara aftur á morgun eða ekki.
Linda sem vann keppnina
miðvikudagur, júní 23, 2004
Persónuleikapróf
Persónuleikapróf
Þú hefur hlotið 37 stig
Persónuleiki þess sem fær á milli 31-40 stig:
Annað fólk skynjar þig sem varkára, hagsýna vitsmunaveru. Þú þykir snjöll, hæfileikarík en hógvær persóna. Ekki manneskja sem eignast vini of auðveldlega en ert mjög trygg vinum þínum og ætlast til sama trygglyndis til baka. Þeir sem kynnast þér virkilega vel átta sig á því að það þarf býsna mikið til að glata trausti þínu, en ef það gerist tekur það langan tíma að gróa og gerist jafnvel aldrei.
Við systur erum greinilega ekki mikið líkar
hehe
Sumarbústaður
Ég er að hugsa um að fara í sumarbústað í september, ef þú getur hjálpað mér þá væri það frábært. Ég er að hugsa um að fara í í kringum 10. september og vera viku. Helst sumarbústaður með potti. Mér finnst nefnilega sumarbústaðirnir hjá VR vera alveg óheyranlega dýrir. Þetta þarf líka að vera nálægt..... eins og t.d. í Ölfusborgum eða álíka. Ég er nefnilega bíllaus!
Linda í leit að sumarbústað!
þriðjudagur, júní 22, 2004
mánudagur, júní 21, 2004
sunnudagur, júní 20, 2004
Ferðalagið
Komin heim frá Hveravöllum, var mjög fínt.
vorum aðeins seinni á ferðinni en bjuggumst við en var þó í góðu lagi. Á laugardeginum lögðu Stefán og Ari snemma af stað í sína göngu en þeir ætluðu að ganga einhverja leið og gista í tjaldi og áætlað að við mundum pikka þá á leið heim á sunnudeginum.
Ég og Birgir ákváðum hinsvegar að fara inn í Þjófadal og ganga upp Rauðkoll sem við gerðum. Alltaf ánægljulegt að "sigra" eitthvað fjall. Varð ég heldur dösuð eftir gönguna!
Var líka rosalega gott að komast í laugina/heita hverinn um kvöldið.
Það leiðinlega við ferðalög er að koma heim aftur, vissulega er oft gott að koma heim en virðist að ég fyllist einhverri einmannaleika. Eftir helgina var ég búin að vera í félagsskap alla helgina allan sólarhringinn svo kem ég heim og enginn er þar. Allt er eitthvað svo tómt.....
Enn á ný virðist mér ekki hafa tekist að koma á einhverjum umræðum í komment kerfinu mínu :( ég verð bara að sætta mig við það. kannski bara taka það út.... vita gagnslaust!
Linda komin heim aftur :(
föstudagur, júní 18, 2004
Á leiðinni...
Ekki langt í að ég leggi í hann til Hveravalla.... úuu gaman gaman... verst að ég er með hausverk :(
Mikið að gerast í vinnunni í dag, var verið að taka á móti svaninum, norrænt umhverfismerki sem Farfuglaheimilið fékk í dag.
Hvítvín, snittur í boði..... ágæt að brjóta upp vinnudaginn svona... svo er ég líka svona ljónheppin að ég er bara búin í dag!
Hveravellir here I come
fimmtudagur, júní 17, 2004
hmm...
Hvort á maður að gera ekkert sem maður sér eftir eða sjá ekki eftir neinu sem maður gerir?
Finnst stór munur þarna á milli.
Hvað finnst þér?
það er komin 17. júní
Hey hó jíbbí jei...
.... það er kominn 17. júní.
Og ég er komin í vinnuna..... jeeiii.....
Vil þó byrja á að óska afmælisbarni dagsins til hamingju með 25 árin :) Til hamingju með afmælið Eva og njóttu dagsins!
Fór í afmælis/saumaklúbb í gær.... mikið var gott að hitta stelpurnar... fékk að heyra fullt af nýjum fréttum og svona :) fjölgun í hópnum eftir kannski hugsanlega 3- 4 mánuði.... það er bara spennandi!
Stefán og Guðmunda eru komin með heimasíðu... loksins! :-)
Þá er bara að hespa vinnunni af og fara út í góða veðrið!
hmm.....
miðvikudagur, júní 16, 2004
Quot/kvót
If we are what we eat, then I´m easy, fast and cheap!
Snilldar kvót í boði Garry´s.
Snilld
Bíó
Fór á myndina Eternal sunshine of the spotless mind í gærkveldi. Góð mynd og falleg.
Minningar sem maður á eru fallegar og mikilvægt að hafa þær og á ekki að eyða þeim út!
í bíó
þriðjudagur, júní 15, 2004
Home sweet home
Kom heim seinni partinn á sunnudaginn! Dauðþreytt!
Austurríkisferðin var fín, gaman að taka þátt í keppninni en maður fann fyrir þreytu í lokin. Við vorum tiltölulega sátt við okkar hlut en þegar kom að úrslitunum þá var ég að það minnsta kosti ekki sátt og olli vonbrigðum þótt við þessu væri að búast.
Kom mér líka á óvart að ég fann ekki fyrir óþægindum af dómurunum, fann sjaldnast fyrir því að þeir væru þarna nálægt mér og fylgjast gaumgæfilega með mér.
Verð að segja frá einum pósti í keppninni.
Þetta var semsagt bílslys, við komum að bíl sem hafði keyrt á háspennukassa og neistaflugið stóð í allar áttir. Við kölluðum á fólkið að vera kjurrt í bílnum þangað til allt væri orðið öruggt. Stuttu seinna kom rafmagnskall og sagði að öllu væri óhætt. Þá þutum við að bílnum og ég hjálpaði manni út að aftan. Það virtist vera í lagi með hann en bara í sjokki. Ég tók hann til hliðar og bað hann að setjast og fór að tala við hann. Ég tók síðan skoðun á honum til að sannfæra mig um það að væri ekkert brotið eða neitt sem væri að.... þegar ég tók eftir öðru eyranu...... og vá það var sjokk. Það vantaði alveg blöðkuna og svo var eitthvað fyrir eyranu (get ekki útskýrt þetta almennilega). Fyrsta sem mér datt í hug var bruni og skoðaði meira og kallaði síðan á Nonna. Maðurinn sem ég var að annast sagði mér að þetta væri normal en ég hlustaði ekki á hann því gat verið að hann vissi ekkert hvað hann væri að tala um, þangað til dómarinn blandaði sér í leikinn og sagði mér að þetta væri eðlilegt. Þannig að greyið maðurinn var bara með svona eyra og ég sem skoðaði það fram og tilbaka og var að dást að hvað þetta væri nú vel gert..... auli ég. En samt sem áður fegin að hafa ekki þurft að gera neitt :-)
En komin heim og er eitthvað þreytt á lífinu þessa daga..... get þó farið að hlakka til næstu helgi en þá er stefnt að því að fara á Hveravelli.
Linda til Hveravalla
miðvikudagur, júní 09, 2004
Týpiskt
Þegar ég er í kapp við tímann til þess að ljúka sem flestum verkefnum í vinnunni og reyna að hætta á skikkanlegum tíma þá liggur bara kerfisleigan niðri og ég get ekki gert neitt.
Er að verða frekar pirruð... búið að vera svona að vera klukkutíma núna.....
Ég þarf að staðfesta að minnsta kosti þrennt áður en ég fer, hvenær sem það verður.
urrr
Einn dagur
Styttist í þetta, núna er bara einn dagur þangað til við fljúgum til Austurríkis.... en ýmislegt enn sem vantar upp á búnaðinn, ekkert mikið svo sem en svo vantar peysurnar. Það er svoldið stórt atriði því ætlast til að við séum í "einkennisbúning".
Fór út að borða í gær með strákunum, var alveg mjög fínt. Eftir það héldum við upp í sjálfboðamiðstöð til að pakka dótinu saman. Ekki laust við að komin sé smá rígur á milli sumra.....ekki nógu gott mál ef verður síðan keppni innbyrðis því þá held ég að við séum ekki alveg að þunkera nógu vel sem lið.
En um að gera að hafa bara gaman af þessu og láta sólina sem á að vera úti sleikja sig og bera nóg af sólarvörn á mig svo ég fái ekki þetta stórskemmtilega sólarexem.
aðeins einn dagur áður en fer út til Austurríkis
þriðjudagur, júní 08, 2004
Hún á afmæli í dag... hún á afmæli í dag
Þá er komið af því að fyrsta systkinið mitt er komið af táningsaldrinum...... jamm litla systir mín er tvítug í dag.
Til hamingju með afmælið í dag Ellen mín og vonandi nýtur þú dagsins í botn!¨
2 dagar í Austurríki
mánudagur, júní 07, 2004
Arg!
Merkilegt að sumar þjóðir virðast bara vera verri en annað og leiðinlegra að díla við...... mánudagur ekki góður dagur!
En ég ætla að reyna það besta að snúa því við í dag!
Langar ekkert til þess að vera fúl og pirruð......er líka að fara út eftir 3 daga!
3 dagar í Austurríki
föstudagur, júní 04, 2004
Reykjavík
Mikið rosalega er ég stundum þreytt á því hvað Reykjavík virðist stundum alveg miðpunkur alls.....
enn 6 dagar í Austurríki
Vonbrigði
Mætti í morgun í vinnuna og sá fram á að ég gæti hætt snemma í dag (eftir mínar 8 klst) en svo kom mál upp sem gerði það að verkum að ég sé ekki fram á að ná að hætta "snemma", buuhhuu ég var farin að hlakka til að fara í jóga og eitthvað. Oh well.
Náði þó að eyða peningum í gær.... jamm er skóm ríkari og peningum fátækari!
Styttist óðum í Austurríki!
6 dagar í Austurríki
miðvikudagur, júní 02, 2004
Í dag...
.... er dagurinn sem mig langar að öskra, er dagurinn sem mig langar að stinga af frá öllu vera óskynsöm og eyða laununum mínum sem ég fékk í gær!
En í dag held ég bara áfram að vera ég sem þýðir að ég öskra ekki, verð skynsöm og sting ekki af.
Stundum er bara hreint og beint leiðinlegt að vera ég.
Get ég fengið að vera einhver annar!
Linda leiðinlega!