Ósýnileg
Sumt virðist einhvern veginn aldrei breytast en það er þá kannski bara meira ég heldur en eitthvað annað.
Fór á reunion hjá Öldutúnsskóla á laugardaginn og komst þvílíkt í grunnskólafílingin, ég varð ósýnileg. Jamm ég er mýslan sem gekk meðfram veggjum og er það enn.
En reyndar þá sá maður alveg að það var hellingur af fólki sem talaði við annað fólk sem ég minntist ekki eftir að hafa séð í grunnskólanum en það er allt annar handleggur.
En þetta var fínt bara, aldrei þessu vant við allar stelpurnar samankomnar og svona.
Var líka ágæt að sjá þetta lið aftur og sjá að fólk hefur breyst lítið í útliti allavega.
Puntkar yfir kvöldið:
*Fyndnasta atriðið - Þegar 110 kom upp í "happdrættinu" (útskýring Sigga vinkona var með 110 og þetta var skemmtinefnd til þess að skipuleggja næsta reunion og Sigga er þekkt fyrir að muna ekki nöfn eða hverjir eru hvað)
*Breytasta manneskjan - Strákur sem var vel yfir kjörþyngd á sínum grunnskólaárum og leit rosalega vel út í dag.
*Fyllsta manneskjan á svæðinu - Einhver sem ég þekki!
*Fyndnasta setning kvöldsins - Hún já, náði hún sér í maka!
En held það hafi nú líka skipt máli að ég var bara 2 ár með þessum krökkum í skóla og stelpurnar stóðu ögn betur að vígi því þær voru með þessum krökkum í skóla frá því sex ára..... held það spili töluvert inn í....
Linda ósýnilega
miðvikudagur, maí 12, 2004
Birt af Linda Björk kl. 11:04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli