Á ferðinni
Já það lítur bara út fyrir að ég verði á ferðinni á næstunni.
Á fimmtudaginn er áætlað að ég fari til Hveragerðis, Árnes og Laugarvatns að skoða farfuglaheimilin.
svo á föstudagskvöldið mun ég keyra í áttina norður til þess að skoða farfuglaheimili á leiðinni. Mun þó sennilegast gista í Grundarfirði á föstudagskvöldið og svo aka norður á laugardeginum og tilbaka á sunnudeginum :-)
Alltaf gaman að fara norður!
Í gærkveldi var hópefli hjá Buslurum og leðibeinendum. Til þess fékk ég tvo frábæra gaura úr hinu húsinu, þeir hafa áður verið með leiðbeinendum.
Eftir smá umræður fóru þeir með okkur í ýmsa leiki, þegar kom smá pása þá heyrði ég á samtal tveggja buslara að þótt þeir hafi komið um hálf sjö og klukkan væri níu þá væri eins og það væri bara smá stund liðin, var frábært að heyra það og sýndi það að þeim þótt skemmtilegt! Flestir ef ekki allir hafa farið ánægðir heim sem er frábært!
Linda á fleygiferð!
miðvikudagur, maí 19, 2004
Birt af Linda Björk kl. 10:37
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli