BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, maí 29, 2004

Hópur

Ég er í hóp sem er á leið til Austurríkis að keppa í skyndihjálp eftir um 2 vikur.
Ég er eina stelpan í liðinu sem er alveg fínt, hins vegar rann upp fyrir mér um daginn munurinn á mér og strákunum. Undanfarið þegar við hittumst á æfingum þá hef ég viljað að við tölum um liðið, hvernig okkur gangi og hvað er að gerast og svona, hvað megi betur fara o.s.frv. Semsagt alveg fara oní saumana á öllu, ég hef kannski ekki verið rosalega dugleg í að gera þetta eða reyna að koma þessu á framfæri. Um daginn áttaði ég mig svo á að strákarnir virðast bara ekki vera á þessari línu, þeir meira láta þetta bara gerast og sjá til. Ég er að hugsa um að gera það líka núna :)

Linda að reyna að verða ein af strákunum

0 Mjálm: