Fyrst með fréttirnar!
Vil byrja á því að óska Heiðdísi vinkonu til hamingju með afmælið og LSJ og Ívari til hamingju með soninn,og Hafdísi til hamingju með litla bróður en samkvæmt áreiðanlegri heimild þá kom stór strákur í heiminn í kvöld. Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn :-)
Nýja skrifborðið er komið upp, skrifstofan mikið betri fyrir vikið, stórbreyttist alveg hreint og er ekki lengur eins þunglamaleg. Er samt enn að venjast!
Fór til Gulla frænda í dag með blóm, hann var nefnilega að opna búð á Laugaveg 28 sem heitir Ósóma. Selur boli og voru nokkrir þarna skemmtilegir :-) sá svo í mátunarklefanum bílnúmerið A 1649 sem er eiginlega fjölskyldubílnúmerið. Malli afi var með númerið R 1649 og pabbi er víst búin að lofa Gulla frænda því líka en semsagt mamma hans Gulla og pabbi voru með A 1649. Finnst það rosalega cool :-)
Skot á pabba: Koma í rétta götu þegar verið er að pikka mann upp ;-)
Er búin að kaupa miða á reunionið sem er á laugardaginn og eru víst komnir um 129 manns sem er bara held ég ágætis mæting, hitti akkúrat Iðunni og vinkonur þegar við vorum aðkaupa miðana. Var nánast bara lítið reunion þegar maður mætti á kaffi Aroma til þess að kaupa miðann.
Er mikið að spegulera í því þessa daga hvert ég á að fara í frí (fæ frí í haust), áætla að ég verði á BÍF næsta vetur og sumar líka. Er komin með nokkrar hugmyndir sem ég er að melta en veit ekki alveg hvað ég á að gera. Þessar hugmyndir eru:
*Fara til Ástralíu í nóvember og vera 4-6 vikur
*Ferðast um Evrópu í september og vera 3-4 vikur
*Fara í málaskóla í nóvember
Langar alveg rosalega til Ástralíu en er mikið að spá í hvort ég eigi að slá því aðeins á frest til þess að geta safnað meiri pening (mun ekki geta náð að safna miklu fyrir) og fara í lengri tíma þá líka.
Á enn eftir að skoða mikið í Evrópu, mjög mikið og vil frekar vera í september þegar er aðeins hlýrra heldur en nóvember. Var í fyrra í nóvember og var frekar kalt.
Málaskóli, hefur lengi langað að fara í málaskóla en liggur svo sem ekkert á og svo líka spurning hvort það muni ekki líka bara slaga hátt í Ástralíuferð!
Jæja einhverjar hugmyndir eða tillögur um hvað ég ætti að gera?
Linda veit ekkert í sinn haus
mánudagur, maí 03, 2004
Birt af Linda Björk kl. 23:13
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli