Hópur
Ég er í hóp sem er á leið til Austurríkis að keppa í skyndihjálp eftir um 2 vikur.
Ég er eina stelpan í liðinu sem er alveg fínt, hins vegar rann upp fyrir mér um daginn munurinn á mér og strákunum. Undanfarið þegar við hittumst á æfingum þá hef ég viljað að við tölum um liðið, hvernig okkur gangi og hvað er að gerast og svona, hvað megi betur fara o.s.frv. Semsagt alveg fara oní saumana á öllu, ég hef kannski ekki verið rosalega dugleg í að gera þetta eða reyna að koma þessu á framfæri. Um daginn áttaði ég mig svo á að strákarnir virðast bara ekki vera á þessari línu, þeir meira láta þetta bara gerast og sjá til. Ég er að hugsa um að gera það líka núna :)
Linda að reyna að verða ein af strákunum
laugardagur, maí 29, 2004
miðvikudagur, maí 26, 2004
Afmæli
Þá er komið að því, litli stóri bróðir minn er orðinn heilum sextán vetra í dag og tilvalið að vera sveitarlega í tali þar sem hann er á fullu í sauðburði í sveitinni þessa daga og kemst ekki einu sinni í bæinn til þess að fagna afmælinu sínu. Ég mun þó sjá hann um helgina væntanlega en ég "keypti" flugfar eða bókaði hann í flug á sunnudaginn.
Það er því bara ekki annað fært en að óska honum til hamingju með afmælið á síðu sem hann veit ábyggilega að ekki er til. Til hamingju með afmælið Adam minn :)vonandi nýtur þú dagsins!
Svo eru bara tónleikavakt aftur í kvöld!
hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag....
þriðjudagur, maí 25, 2004
Ísferð
Fór í ísferð í gær eftir vinnu, sem er svo sem ekkert til þess að tala um þrátt fyrir að við fengum okkur engan ís heldur bara pizzu, sem er síðan bara mjög algengt með ísferðirnar okkar :-)
Það sem ég vildi kannski einna helst minnast á að einn af ísfélögunum minntist á að hvernig væri að blogga allt það sem maður hugsar og hugsar akkúrat núna.
Ég vil meina að það sé ekki hægt upp að vissu marki, því ef maður ætlar að skrifa niður hugsanir sínar á blað akkúrat þegar þú ert að hugsa þær þá ertu að hugsa um hvað þú sért að hugsa. Þar af leiðandi ferðu að hugsa um það sem þú ætlar að skrifa og út kemur bara hugsun um hugsun. Eða hvað!
En svo getur þetta svo sem allt verið bara tómt kjaftæði....
Búin að ætla að fara að skrifa um greenpeace.... er enn í bið!
mánudagur, maí 24, 2004
Fleiri afmæli
Gulli frændi átti afmæli í gær! Hér með eru afmælihamingjuóskir komnar á framfæri :-) Til hamingju með afmælið í gær!
Betra er seint en aldrei ;-)
Svo í dag eru líka 8 ár síðan ég útskrifaðist sem stúdent úr MK!
Shit mar.... ekkert smá langt síðan!
Kom heim úr ferðinni í gær, svaf á Akureyri á föstudaginn og á Ósum á laugardaginn. Var hin fínasta ferð!
Linda svo miklu miklu nær
fimmtudagur, maí 20, 2004
Hamingjuóskir!
Hann Jens Ívar á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Jens minn og vonandi nýtur þú dagsins í dag!
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag......
miðvikudagur, maí 19, 2004
P.s.
Ef það er einhver sem hefur áhuga á að koma í bíltúr og fara norður um helgina með stoppum á farfuglaheimilinum þá bara hafa samband við mig :-) velkomin með!
Á ferðinni
Já það lítur bara út fyrir að ég verði á ferðinni á næstunni.
Á fimmtudaginn er áætlað að ég fari til Hveragerðis, Árnes og Laugarvatns að skoða farfuglaheimilin.
svo á föstudagskvöldið mun ég keyra í áttina norður til þess að skoða farfuglaheimili á leiðinni. Mun þó sennilegast gista í Grundarfirði á föstudagskvöldið og svo aka norður á laugardeginum og tilbaka á sunnudeginum :-)
Alltaf gaman að fara norður!
Í gærkveldi var hópefli hjá Buslurum og leðibeinendum. Til þess fékk ég tvo frábæra gaura úr hinu húsinu, þeir hafa áður verið með leiðbeinendum.
Eftir smá umræður fóru þeir með okkur í ýmsa leiki, þegar kom smá pása þá heyrði ég á samtal tveggja buslara að þótt þeir hafi komið um hálf sjö og klukkan væri níu þá væri eins og það væri bara smá stund liðin, var frábært að heyra það og sýndi það að þeim þótt skemmtilegt! Flestir ef ekki allir hafa farið ánægðir heim sem er frábært!
Linda á fleygiferð!
Á ferðinni
Já það lítur bara út fyrir að ég verði á ferðinni á næstunni.
Á fimmtudaginn er áætlað að ég fari til Hveragerðis, Árnes og Laugarvatns að skoða farfuglaheimilin.
svo á föstudagskvöldið mun ég keyra í áttina norður til þess að skoða farfuglaheimili á leiðinni. Mun þó sennilegast gista í Grundarfirði á föstudagskvöldið og svo aka norður á laugardeginum og tilbaka á sunnudeginum :-)
Alltaf gaman að fara norður!
Í gærkveldi var hópefli hjá Buslurum og leðibeinendum. Til þess fékk ég tvo frábæra gaura úr hinu húsinu, þeir hafa áður verið með leiðbeinendum.
Eftir smá umræður fóru þeir með okkur í ýmsa leiki, þegar kom smá pása þá heyrði ég á samtal tveggja buslara að þótt þeir hafi komið um hálf sjö og klukkan væri níu þá væri eins og það væri bara smá stund liðin, var frábært að heyra það og sýndi það að þeim þótt skemmtilegt! Flestir ef ekki allir hafa farið ánægðir heim sem er frábært!
Linda á fleygiferð!
mánudagur, maí 17, 2004
Bráðum
Blogga bráðum..... þarf að hafa tíma....... ætla að skrifa um bréfið frá greenpeace!
Bráðum........
stay tuned eða eitthvað
fimmtudagur, maí 13, 2004
Íhaldssöm
Ég er stundum alveg rosalega íhaldssöm og þá með einhverja fáranlega hluti! Stundum vil ég bara að ekkert breytist. Kannski árátta á því að allt í kringum mig eigi að vera eins fyrir öryggið mitt en svo get ég ráðið að fara eða koma! Kannski það sé málið.
En t.d. núna þá er bloggerinn búin að breyta um útlit og eitthvað meira´, ég fór að spá í hvort ég ætti að skipta um útlit á síðunni minni og gera einhverjar aðrar breytingar.... en nei íhaldssama ég ákvað að hafa minnsta kosti enn um sinn þetta gamla útlit og gera ekkert annað róttækt...... þó er smá að brjótast um í mér... en nei íhaldssemin heldur í mig.
Búin að vera með næturgest hjá mér frá því á sunnudag, er ekkert að standa mig rosalega vel í gestgjafahlutverkinu því ég hef ekkert komið heim seinustu tvö kvöld fyrr en seint og síðir og þá orðin svo þreytt að ég fer eiginlega bara beint að sofa. Held það sé meira segja ekki til neitt í ísskápnum.
Farin að finna fyrir aukinni vinnu í vinnunni, hef yfirleitt ekki komist heim eftir mína 8 klst í þessari viku.
Linda ekki í gestgjafahlutverkinu
miðvikudagur, maí 12, 2004
Ósýnileg
Sumt virðist einhvern veginn aldrei breytast en það er þá kannski bara meira ég heldur en eitthvað annað.
Fór á reunion hjá Öldutúnsskóla á laugardaginn og komst þvílíkt í grunnskólafílingin, ég varð ósýnileg. Jamm ég er mýslan sem gekk meðfram veggjum og er það enn.
En reyndar þá sá maður alveg að það var hellingur af fólki sem talaði við annað fólk sem ég minntist ekki eftir að hafa séð í grunnskólanum en það er allt annar handleggur.
En þetta var fínt bara, aldrei þessu vant við allar stelpurnar samankomnar og svona.
Var líka ágæt að sjá þetta lið aftur og sjá að fólk hefur breyst lítið í útliti allavega.
Puntkar yfir kvöldið:
*Fyndnasta atriðið - Þegar 110 kom upp í "happdrættinu" (útskýring Sigga vinkona var með 110 og þetta var skemmtinefnd til þess að skipuleggja næsta reunion og Sigga er þekkt fyrir að muna ekki nöfn eða hverjir eru hvað)
*Breytasta manneskjan - Strákur sem var vel yfir kjörþyngd á sínum grunnskólaárum og leit rosalega vel út í dag.
*Fyllsta manneskjan á svæðinu - Einhver sem ég þekki!
*Fyndnasta setning kvöldsins - Hún já, náði hún sér í maka!
En held það hafi nú líka skipt máli að ég var bara 2 ár með þessum krökkum í skóla og stelpurnar stóðu ögn betur að vígi því þær voru með þessum krökkum í skóla frá því sex ára..... held það spili töluvert inn í....
Linda ósýnilega
föstudagur, maí 07, 2004
Snúkí púkí
Mig langar að gera eitthvað af mér.... er í skrýtnu skapi. Væri til í að hoppa hérna á skrifstofunni, stökkva fram og kalla batman eða eitthvað.
You get the picture!
Langar að bralla eitthvað..... var að reyna að koma með tillögu að hafa einhverja hefð á föstudögum, sennilegast bara tilkomið vegna skapsins sem ég er í.
Kom póstur í gær til Steffiar þar sem beðið var um að engin kettir væru í rúminu, stakk upp á því við Steffi að hún ætti bara að skrifa tilbaka að við hefðum aðeins krókódíla og snáka inn á herbergjunum.
Það væri stundum svo gaman að svara einhverju út í hött þegar maður fær út í hött spurningar!
Finnst nokk merkilegt að núna hjá okkur á farfuglaheimilinu eru hjón sem eru búin að ferðast í 14 ár. Þau seldu bara húsið og bílinn, lifa á því og ellilífeyrnum. Eru búin að ferðast til um 145 landa.
Linda í weirdo skapi
fimmtudagur, maí 06, 2004
Reið
Nei ég er ekki reið við neinn vin, viðskiptavin, samstarfsfélaga eða einhvern sem ég þekki.
Ég er reið við heilalausa hálfvita!
Þessi heilalausu hálfvitar eru m.a. bandarískir og breskir hermenn ásamt Bush og því pakki.
Af hverju er ég reið við þessa heilalausu hálfvita?
Jú af því að undanfarið hef ég lesið hvernig komið var fram við íraska fanga og séð myndir um slíkan ófögnuð. Mér blöskrar alveg hreint, hvernig er hægt að vera svona heilalaus og svona ómanneskjulegt. Sem getur vakið upp spurninguna um hvað er manneskjulegt og hvað ekki en ætla ekki að fara út í það.
Fyrir utan það að Bandaríkin fóru út í Íraksstríðið vegna hugsanlegra kjarnorkuvopna og það allt þá var hann Saddam Hussein svo vondu svo vondur við sitt eigið fólk, fólkið í Írak en ooppsss hva bandarískir hermenn voru vondir við fangana sem teknir voru höndum. Greinilega ekki sama hverjir voru vondir við hvern og hvaða fólk það styður.
Get orðið svo reið ef ég hugsa um þetta þannig að maður ýtir þessu frá sér. Er það gott? Veit ekki en lítið sem ég get gert!
En þótt það sé lítíð sem ég get gert þýðir það þá sama að ég eigi ekkert að gera?
Ríkisstjórn Bandaríkjana reyndi að fela sig bak við það að hermennirnir þekktu ekki innihald Genfarssáttmála um meðferð stríðsfanga! Léleg afsökun og jafnvel þá er þetta ekki manneskjulegt, þú kemur ekki fram við aðra eins og skít. Fólk með heila og heilastarfssemi getur alveg sagt sér það sjálft.
ojj og viðbjóður á fólkið sem tók þátt í þessu, ojj og viðbjóður á fólkið sem vissi um þetta en gerði ekkert!
Linda sem vonar að þeim verði refsað og fylgt Genfarssáttmálanum
mánudagur, maí 03, 2004
Fyrst með fréttirnar!
Vil byrja á því að óska Heiðdísi vinkonu til hamingju með afmælið og LSJ og Ívari til hamingju með soninn,og Hafdísi til hamingju með litla bróður en samkvæmt áreiðanlegri heimild þá kom stór strákur í heiminn í kvöld. Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn :-)
Nýja skrifborðið er komið upp, skrifstofan mikið betri fyrir vikið, stórbreyttist alveg hreint og er ekki lengur eins þunglamaleg. Er samt enn að venjast!
Fór til Gulla frænda í dag með blóm, hann var nefnilega að opna búð á Laugaveg 28 sem heitir Ósóma. Selur boli og voru nokkrir þarna skemmtilegir :-) sá svo í mátunarklefanum bílnúmerið A 1649 sem er eiginlega fjölskyldubílnúmerið. Malli afi var með númerið R 1649 og pabbi er víst búin að lofa Gulla frænda því líka en semsagt mamma hans Gulla og pabbi voru með A 1649. Finnst það rosalega cool :-)
Skot á pabba: Koma í rétta götu þegar verið er að pikka mann upp ;-)
Er búin að kaupa miða á reunionið sem er á laugardaginn og eru víst komnir um 129 manns sem er bara held ég ágætis mæting, hitti akkúrat Iðunni og vinkonur þegar við vorum aðkaupa miðana. Var nánast bara lítið reunion þegar maður mætti á kaffi Aroma til þess að kaupa miðann.
Er mikið að spegulera í því þessa daga hvert ég á að fara í frí (fæ frí í haust), áætla að ég verði á BÍF næsta vetur og sumar líka. Er komin með nokkrar hugmyndir sem ég er að melta en veit ekki alveg hvað ég á að gera. Þessar hugmyndir eru:
*Fara til Ástralíu í nóvember og vera 4-6 vikur
*Ferðast um Evrópu í september og vera 3-4 vikur
*Fara í málaskóla í nóvember
Langar alveg rosalega til Ástralíu en er mikið að spá í hvort ég eigi að slá því aðeins á frest til þess að geta safnað meiri pening (mun ekki geta náð að safna miklu fyrir) og fara í lengri tíma þá líka.
Á enn eftir að skoða mikið í Evrópu, mjög mikið og vil frekar vera í september þegar er aðeins hlýrra heldur en nóvember. Var í fyrra í nóvember og var frekar kalt.
Málaskóli, hefur lengi langað að fara í málaskóla en liggur svo sem ekkert á og svo líka spurning hvort það muni ekki líka bara slaga hátt í Ástralíuferð!
Jæja einhverjar hugmyndir eða tillögur um hvað ég ætti að gera?
Linda veit ekkert í sinn haus