BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, mars 15, 2004

Vændi

Eins og í fyrr færslunni segir þá fór ég á myndina Monster í gær sem var mjög áhrifamikil. Fékk maður bæði samúð með Lee vændiskonunni ásamt hennar fórnarlömbum.

Ég er ekki frá því að ég hafi skipt um skoðun á vændi en er samt ekki alveg búin að móta það alveg enn. Ég var alfarið á móti því að þetta væri leyft. Það er náttúrulega ekki hægt að banna annað þ.e.a.s. leyfa að selja sig en um leið að banna kaupa sér þessa "þjónustu" eða öfugt. Sér sérhver maður að það gengur ekki upp.

Jafn sorglegt og mér finnst að sumir skuli á einhvern hátt leiðast út í að selja líkama sinn (sem er mjög algengt og á ekki bara við um vændi) þá ætla ég að taka það aðeins úr jöfnunni. Því myndin opnaði aðeins augu mín varðandi þá sem eru að kaupa vændisþjónustu. Einhvern veginn hefur mér tekist að flokka þá alla undir sama hatt og ekki pælt mikið í kaupendum eingöngu í seljendum.

Ég veit ekki alveg hvernig á að orða þetta svo það valdi engum misskilning, en t.d. fatlaðir einstaklingar sem hafa jú kynþörf eins og aðrir en sumir hverjir eiga kannski erfiðara með að fá útrás fyrir þessari kynþörf þá væri auðveldast fyrir þá að geta keypt sér þessa "þjónustu", einnig ef maki hefur lent í slysi og getur því ekki stundað kynlíf en hinn makinn stendur uppi með þessa þörf en getur ekki fengið útrás fyrir henni og því væri auðveldara fyrir þann aðila að kaupa sér þessa "þjónustu".
Sumir gætu náttúrulega snúið auðveldlega út úr þessu og sagt að þetta væru þá bara aumingjar sem gætu ekki náð sér í eitthvað til að fá þessa útrás án þess að borga fyrir það..... en það er ekki svo einfalt.

Ég varð að taka seljendurnar úr þessari jöfnu vegna þeirrar ástæðu að ég get ekki sagt og mér finnst það ekki í lagi að selja líkama sinn, finnst það mjög sorglegt þegar fólk neyðist til þess og já eflaust neyðast sumir til þess en ástæðurnar eru ábyggilega eins margar og við erum mörg.

Vændi eða ekki vændi!

0 Mjálm: