BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, mars 24, 2004

Læknaheimsókn

Dreif mig til læknis áðan eftir fyrirlestur hjá mömmu og bossinum mínum. Varð þetta líka þvílíkt heppin bara að geta fengið tíma á heilsugæslustöð. Mikil munur peningalega séð og læknalega séð. Fannst ég ekki alveg eins og illa gerður hlutur þarna á heilsugæslustöðinni eins og ég er á læknavaktinni. Læknirinn tók meira segja eftir því að ég væri öll á iði og spurði hvort það væri vegna verkjanna.
Hann skoðaði mig á mér lappirnar, órakaðar og allt. Vissi að ég hefði átt að gera eitthvað í þessu í gær í einni af sturtuferðunum mínum. Fór í einar þrjár sturtuferðir í gær, tvær í gærkveldi og ein um hálf fimm í nótt. Allavega hann fann ekkert og fannst ótrúlegt að þetta væri íbúfen. Fannst samt nokkuð sniðugt ef ég mundi prófa að taka íbúfen aftur til þess að sjá hvort þetta mundi gerast.
Hann sendi mig í blóðrannsókn þannig að á hádegi á morgun kemur nú í ljós hversu heilbrigð ég er :-) og verkir í löppunum er nú bara fullkomnlega eðlilegt.....

Annars er afmælisbarn dagsins hún Erla frænka, til hamingju með afmælið. Hún er ábyggilega eina af systrum hennar mömmu sem ég man hvenær á afmæli en allt mars mánuðinum að þakka :)

Linda læknadýr

0 Mjálm: