Maki
Jæja, ég er barasta komin með maka eða svona almost, komin með hentugleika maka/sambýliskonu.
Það er í því formi að maki minn er heima á daginn þegar ég kem heim, sem gerir það að verkum að ég verð að þjóta heim eftir vinnu. Má ekkert slóra, ekki fara í jóga bara ekki neitt. Svo er sest niður rabbað smá við makan áður en sokkið sér niður í lestur og ritstörf. Þessi hentuleika maki og ég eldum síðan saman og borðum. Eftir mat er síðan haldið áfram í lestri og ritstörfum og síðan fer hentuleikamakinn bara til síns heima en ég sit eftir og glápi aðeins á sjónvarpið áður en ég fer að sofa.
Já þessi hentuleika maki er engin önnur en Sigga, í gærkveldi var tekin smá pása á lærdómi til þess að elda og borða. Elduðum reyndar svoldið mikið hefði dugað fyrir svona 4-5 manns (héldum að við værum með svo stórt heimili) og svo klikkaði ég á því að taka með mér afgang í vinnuna. Er frekar fúl.
hmm........ hentuleika makinn þyrfti eiginlega líka að laga til og þrífa..... hvað segir þú Sigga? Kem ég heim í hreina og fína íbúð? hahaha
Annars byrja ritgerðasmíðin voða hægt hjá mér því ekki einn stafur er komin á blað frá því síðast er einhvern veginn bara að hita mig upp í þetta.
Flugmiðinn til Færeyja komu í hús í gær...
Linda ekki alveg makalaus hehehe
miðvikudagur, mars 31, 2004
Birt af Linda Björk kl. 13:47
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli