Föstudagspúki
Það er einhver púkí í mér sem ég get ekki fengið útrás fyrir. Leiðinlegt!
Langar að hoppa um, dansa brjálæðislega, gera eitthvað klikkað........ en I´m so behaved að ég geri ekki slíkt.
Eftir vinnu mun ég fara heim til mín þar sem Sigga á að vera núna og læra..... jamm dugnaður þvílíkur. Ég er með slíkt aðhald að Siggu að annað eins hefur bara ekki þekkst, held meira segja að það skili einhverjum árangri. Verst að það er ekki að gera neitt slíkt hjá mér. Líka pínku erfitt að þjóta beint heim úr vinnu til þess að sitjast niður aftur fyrir framan tölvu og fara að einbeita sér að ritgerðinni. En þetta er hið besta mál. Er sannfærð um að nú hafist þetta.
Það góða við þetta að miklar planneringar erum um kvöldmat hjá okkur Siggu, eins og er nú bara alvanalegt með Siggu :) það besta við það að ég nýt góðs að því. Siggu finnst nefnilega svo gaman að elda, gæti alveg hugsað mér að fara í fæði hjá henni. Hugsa að ég yrði nú enn búttaðri fyrir heldur en ég er ef ég mundi gera það.
Fer sennilegast með síðan Siggu og Ásdísi á eitthvað JC kvöld í klúbbnum í kvöld og svo er það Catan á morgun. Tókum æfingarspil í gær, ég vann ekki :( en seinna spilið sem við tókum var alveg ótrúlega jafnt.
Jæja, tókst ekki að hleypa púkanum út við skrifin.... sjáum til hvað gerist á eftir, hvort ég geri Siggu vitlausa með rugli á eftir.
Föstudagspúkinn hefur lokið máli sínu
föstudagur, mars 26, 2004
Birt af Linda Björk kl. 14:01
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli