VÁ!
Var að koma af mögnuðum tónleikum!
VÁVÁ, veit hreint ekki hvað ég á að segja. Sigur Rós var hreint út sagt frábær, sé sko ekki eftir því að hafa farið á þessa tónleika. Maður verður dolfallinn á tónleikum með þeim. Ég var pínku hrædd um að sætin okkar væru ekki nógu góð en við sátum á fyrsta bekk en það var frábært. Ég gat séð alla tónlistarmennina og fylgst vel með þeim. Fannst Jónsi alveg þjást rosalega þegar hann var að syngja, virðist taka alveg rosalega mikið á enda ekkert skrýtið heldur. Er enn í sæluvímu, reyndar svoldíð hungruð og þyrfti að fara að lesa en tónleikarnari slógu svo sannarlega á kvíðahnútinn :-)
Vond stelpa!
Upphitunin var ekki eins góð, var mikið að pæla af hverju þeir voru að hafa þennan náunga. Datt í hug að sálfræðin væri í því að láta áhorfendum leiðast alveg rosalega þannig að þeir (Sigur Rós) yrðu rosalegir sem þeir voru náttúrulega. Þetta hefur þá kannski virkað. En æj greyið náunginn, hann var bara ekki að virka. En mér finnst alveg hræðilegt að vera að segja svona ljótt um einhvern þannig að það jákvæði í endan er að hann var í flottum gallabuxum!
Strákarnir í Sigur Rós eru frábærir tónlistarmenn!
Magnað......
föstudagur, desember 13, 2002
Birt af Linda Björk kl. 00:43
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli