Próf!
Nálgast óðfluga í fyrsta prófið mitt þessa önnina, en próf í loftmyndatúlkun er í fyrramáli. Að sjálfsögðu er ég ekki búin að læra nóg vel né nógu mikið fyrir þetta próf. Var áðan að leysa smá hluta af gömlum prófum og þá aðallega reiknisdæmum. Fúlt að hafa reiknisdæmi sérstaklega þegar ég er ekkert búin að vera leggja áherslu á það og þurfa að muna jöfnur fyrir hitt og þetta eins og hvaða hraði er best að hafa á myndavél ef linsan er þetta breið o.s.frv. Ég sé fram á að vera lesa fram á nótt ef ég get. Er alveg búin að sjá það að ég er búin að tapa þessum próflestrarþrótti frá því á menntaskólaárunum. En þá gat ég sko lesið fram á nótt og sofið síðan 2 klukkutíma eða svo til þess að halda áfram að lesa. Í dag er þetta horfið, mig langar í flestum tilfellum að fara að sofa snemma og á erfitt með að vakna. Veit ekki hvort þetta sé aldurinn eða hvort ég sé ekki eins stressuð og í menntaskóla eða kannski eitthvað annað. Einhverjar tillögur? Þá er frjálst að skrifa þær í kommenið hér að neðan.
Pabbi!
Jæja ég fer bráðum að standa við hótun mína við hann pabba. En þannig er mál með vexti að við systurnar grínuðumst í honum á afmælinu (reyndar fékk hann þessa afmælisgjöf aðeins í seinna lagi) en við bjuggum til heimasíðu handa honum og nú er ég búin að afhenda honum heimasíðuna sem hann getur breytt að vild en hefur ekki enn gert. Þannig að pabbi þú verður að fara að gera eitthvað í heimasíðunni þinni því bráðlega fer ég að linka á hana eins og ég lofaði að ég mundi gera :-)
Reyndar hef ég verið smá treg við að linka á heimasíðuna hans því þar sýnir hvað ég var rosalega hugmyndasnauð þegar ég var að skrifa textann inn á hann. En hún var með góðum huga gerð og veit að pabba finnst gaman að svona gríni. Er það ekki annars!
Hvað ætti ég að gefa kallinum marga daga þangað til ég linka á hann. Einhverjar hugmyndir?
Tjáðu þig
föstudagur, desember 13, 2002
Birt af Linda Björk kl. 20:12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli