BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, desember 03, 2002

Ég um mig frá mér til mín!

Var rétt áðan að taka ákvörðum um að fara ekki í vinnu í kvöld, er frekar slöpp, er kalt með mjög slæman hósta og seldi upp í morgun með hóstanum og fleiri skemmtileg heit. Finnst samt erfitt að sleppa vinnu því ég er ekki veik þannig að ég er alveg rúmliggjandi en taldi samt best að fara ekki. Á líka eftir að vinna heilmikið fyrir ritgerð sem ég þarf að fara að skila, vona bara að ég nái því.
Loksins búin að fara á James Bond myndina Die another day og var hann tekinn fram yfir Alias í gær. Þannig að nú er mér rórra og ég ætti að geta farið að snúa mér að mínu daglega amstri. Annars hafði ég mjög gaman af myndinni og að sjálfsögðu kemur Íslendingurinn fram í manni þegar minnst er á Ísland í henni. Fór samt pínku í pirrurnar sumt sem ekki átti við rök að styðjast en fannst frekar fyndið þegar tveir náungar sem ábyggilega áttu að vera Íslenskir töluðu þýsku.

Ég var búin að fjalla fyrr um að ég hefði gert óskalista á amazon.com en þar á lista er spil sem heitir the settlers og er borðspil, ég held ég hafi einu sinni eða tvisvar spilað þetta spil og fannst það stórskemmtilegt (að sjálfsögðu!) en ég er búin að rekast á það í bókatíðindum og búið er að setja það yfir á íslensku. Þannig að ég er ekki viss hvort ég ætti að koma þetta íslenska eða á ensku. Getið þið hjálpað mér? Gæti svo sem beðið um þetta í jólagjöf en þetta er bara svo dýrt, kostar um sex þúsund kall.

Jæja þá er það komið og snerist þessi færsla öll um mig, reyndar eins og flestar færlsunar gera. Hey einhvers staðar verð ég að fá útrás!

sem búin er að sjá James Bond

0 Mjálm: