Hræðilegt
Heyrði í fréttum um daginn að háskólanemi hafi verið rændur í trjágöngunum hérna á háskólasvæðinu klukkan níu um morgun. Mér finnst þetta hræðilegt því ég vel þessa leið oftast þegar ég er að koma heim úr bænum á kvöldin og næturnar (ekki að það gerist oft). Því ég tel þessa leið aðeins öruggari heldur en að ganga Njarðargötuna og hjá Decode því þar er bæði léleg lýsing og engin hús nálægt. Hjá háskólanum er þó aðeins meiri birta og íbúðarhús ekki svo langt í burtu. Ég ætti þá kannski bara að læsa mig inni eða sjá til þess að ég sé á bíl tilþ ess að sleppa að ganga þessa leið.
Gekk líka hræðilega í seinasta prófinu mínu og langar alveg hræðilega í jólafrí en sé ekki fram á neitt jólafrí hjá mér en ég get kennt sjálfri mér um það.
Verð að segja frá skondnu atviki sem henti vinnufélaga minn um daginn, en hún var að kaupa sér hangikjötslæri með beini víst um daginn en hún ákvað síðan að fara í ákveðna búð hérna í bænum til að biðja þau um að skera lærið í tvennt þar sem það kæmist ekki í pottinn. Gott og vel það er gert og hún fer heim til sin með sitt hangikjöt en þegar hún opnar og fer að skoða þá hefur manneskjan skorið hangjikjötið í sneiðar en ekki í tvennt. Frekar fyndin saga en hræðilegt, spurning hvernig hún eldar þetta.
Búin að tala fullt um neikvæða hluti þannig að ég ætla að segja eitthvað jákvætt. Ég vann miða á tónleikana hjá Coldplay þannig að ég var á tónleikunum í gær. Var mjög fínt og þrusu stemming. Bara aulinn ég þekkti fá af þessum lögum og að sjálfsögðu sá ekki neitt. En maður er kominn þangað til þess að hlusta á tónlistina er það ekki! Gerðist líka svoldið fyndið, söngvarinn í einu laginu gerðist falskur í upphafi lagsins þannig að allir sprungu úr hlátri, síðan byrjaði hann aftur en átti í smá vandræðum því hann hló svo mikið en lét það ekki stoppa sig.
Ef einhverju langar í bæinn á þorláksmessukvöldi með mér má sá aðili alveg láta í sér heyra :)
skrifa skrifa skrifa
föstudagur, desember 20, 2002
Birt af Linda Björk kl. 14:52
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli