Stutt
Þetta verður stutt en ég var búin að lofa að linka á pabba, reyndar mun hann ekki breyta síðunni sinni alveg strax. Nema kannski get ég sannfært hann um að byrja að blogga. Aldrei að vita :-)
búið og gert
fimmtudagur, desember 26, 2002
þriðjudagur, desember 24, 2002
mánudagur, desember 23, 2002
Eitthvað virðist ekki vera að virka. Búin að taka ákvörðun um ákveðið málefni. Veldur mér ekki kæti en gæti bjargað geðheilsunni frá einhverju óskemmtilegu!
föstudagur, desember 20, 2002
Gleymdist
Gleymdi að minnast á eitt, það var bara einn sem svaraði í sambandi við pabba þannig að ég ætla að fara að ráðum hans. Pabbi þú færð því frest fram á jólunum til þess að laga síðuna og mun ég linka á hana um jólin.
Ég er komin í jólafrí frá vinnunni sem er mjög gott og þarf ekki að fara fyrr en um 6.janúar og ég fékk líka jólapakka frá vinnunni :-) gaman gaman þannig að ég fæ að minnsta kosti 2 pakka.
over and out
Hræðilegt
Heyrði í fréttum um daginn að háskólanemi hafi verið rændur í trjágöngunum hérna á háskólasvæðinu klukkan níu um morgun. Mér finnst þetta hræðilegt því ég vel þessa leið oftast þegar ég er að koma heim úr bænum á kvöldin og næturnar (ekki að það gerist oft). Því ég tel þessa leið aðeins öruggari heldur en að ganga Njarðargötuna og hjá Decode því þar er bæði léleg lýsing og engin hús nálægt. Hjá háskólanum er þó aðeins meiri birta og íbúðarhús ekki svo langt í burtu. Ég ætti þá kannski bara að læsa mig inni eða sjá til þess að ég sé á bíl tilþ ess að sleppa að ganga þessa leið.
Gekk líka hræðilega í seinasta prófinu mínu og langar alveg hræðilega í jólafrí en sé ekki fram á neitt jólafrí hjá mér en ég get kennt sjálfri mér um það.
Verð að segja frá skondnu atviki sem henti vinnufélaga minn um daginn, en hún var að kaupa sér hangikjötslæri með beini víst um daginn en hún ákvað síðan að fara í ákveðna búð hérna í bænum til að biðja þau um að skera lærið í tvennt þar sem það kæmist ekki í pottinn. Gott og vel það er gert og hún fer heim til sin með sitt hangikjöt en þegar hún opnar og fer að skoða þá hefur manneskjan skorið hangjikjötið í sneiðar en ekki í tvennt. Frekar fyndin saga en hræðilegt, spurning hvernig hún eldar þetta.
Búin að tala fullt um neikvæða hluti þannig að ég ætla að segja eitthvað jákvætt. Ég vann miða á tónleikana hjá Coldplay þannig að ég var á tónleikunum í gær. Var mjög fínt og þrusu stemming. Bara aulinn ég þekkti fá af þessum lögum og að sjálfsögðu sá ekki neitt. En maður er kominn þangað til þess að hlusta á tónlistina er það ekki! Gerðist líka svoldið fyndið, söngvarinn í einu laginu gerðist falskur í upphafi lagsins þannig að allir sprungu úr hlátri, síðan byrjaði hann aftur en átti í smá vandræðum því hann hló svo mikið en lét það ekki stoppa sig.
Ef einhverju langar í bæinn á þorláksmessukvöldi með mér má sá aðili alveg láta í sér heyra :)
skrifa skrifa skrifa
laugardagur, desember 14, 2002
Væl
Ég er ábyggilega fallin í prófinu sem ég var í, gekk hræðilega eins og ég var bjartsýn þegar ég fór inn. Kom þarna reiknisdæmi sem ég hafði ekki hugmynd um hvernig ætti að reikna og það var 15%, ég man eftir því að hafa séð það í kennslubókinni og hugsað með mér að við höfum ekkert reiknað svona dæmi og hún kemur ekki með þetta hefur ekki gert það áður. I was dead wrong :( oh mig langar til þess að grenja........... Svo gekk mér hræðilega að túlka þessar loftmyndir sem við fengum. Fengum eina svart hvíta loftmynd sem við gátum haft í 35 mínútur og þar áttum við að greina ein 13 svæði og mér reiknast til að við höfum haft þá um 2,6 mínútu til þess að skoða hvert svæði fyrir sig sem er bara allt of lítið. Einnig fengum við síðan innrauða loftmynd sem við fengum að hafa í 7 mínútur og ekki gekk það betur. Svo er það bara þannig með mig að ég fæ aldrei fullt hús fyrir spurningu get aldrei svarað henni fullkomlega. Jæja þetta kemur allt í ljós.
Náunginn sem situr við hliðina á mér er líka að blogga, fyndið hvað ég er stundum feimin eitthvað við þetta. Finnst hálfhallærislegt að sitja hérna hlið við hlið að blogga. En oh well thats me.
Afsakið allar enskusletturnar sem komu hér í þessari færslu!
fallin.......
föstudagur, desember 13, 2002
Próf!
Nálgast óðfluga í fyrsta prófið mitt þessa önnina, en próf í loftmyndatúlkun er í fyrramáli. Að sjálfsögðu er ég ekki búin að læra nóg vel né nógu mikið fyrir þetta próf. Var áðan að leysa smá hluta af gömlum prófum og þá aðallega reiknisdæmum. Fúlt að hafa reiknisdæmi sérstaklega þegar ég er ekkert búin að vera leggja áherslu á það og þurfa að muna jöfnur fyrir hitt og þetta eins og hvaða hraði er best að hafa á myndavél ef linsan er þetta breið o.s.frv. Ég sé fram á að vera lesa fram á nótt ef ég get. Er alveg búin að sjá það að ég er búin að tapa þessum próflestrarþrótti frá því á menntaskólaárunum. En þá gat ég sko lesið fram á nótt og sofið síðan 2 klukkutíma eða svo til þess að halda áfram að lesa. Í dag er þetta horfið, mig langar í flestum tilfellum að fara að sofa snemma og á erfitt með að vakna. Veit ekki hvort þetta sé aldurinn eða hvort ég sé ekki eins stressuð og í menntaskóla eða kannski eitthvað annað. Einhverjar tillögur? Þá er frjálst að skrifa þær í kommenið hér að neðan.
Pabbi!
Jæja ég fer bráðum að standa við hótun mína við hann pabba. En þannig er mál með vexti að við systurnar grínuðumst í honum á afmælinu (reyndar fékk hann þessa afmælisgjöf aðeins í seinna lagi) en við bjuggum til heimasíðu handa honum og nú er ég búin að afhenda honum heimasíðuna sem hann getur breytt að vild en hefur ekki enn gert. Þannig að pabbi þú verður að fara að gera eitthvað í heimasíðunni þinni því bráðlega fer ég að linka á hana eins og ég lofaði að ég mundi gera :-)
Reyndar hef ég verið smá treg við að linka á heimasíðuna hans því þar sýnir hvað ég var rosalega hugmyndasnauð þegar ég var að skrifa textann inn á hann. En hún var með góðum huga gerð og veit að pabba finnst gaman að svona gríni. Er það ekki annars!
Hvað ætti ég að gefa kallinum marga daga þangað til ég linka á hann. Einhverjar hugmyndir?
Tjáðu þig
VÁ!
Var að koma af mögnuðum tónleikum!
VÁVÁ, veit hreint ekki hvað ég á að segja. Sigur Rós var hreint út sagt frábær, sé sko ekki eftir því að hafa farið á þessa tónleika. Maður verður dolfallinn á tónleikum með þeim. Ég var pínku hrædd um að sætin okkar væru ekki nógu góð en við sátum á fyrsta bekk en það var frábært. Ég gat séð alla tónlistarmennina og fylgst vel með þeim. Fannst Jónsi alveg þjást rosalega þegar hann var að syngja, virðist taka alveg rosalega mikið á enda ekkert skrýtið heldur. Er enn í sæluvímu, reyndar svoldíð hungruð og þyrfti að fara að lesa en tónleikarnari slógu svo sannarlega á kvíðahnútinn :-)
Vond stelpa!
Upphitunin var ekki eins góð, var mikið að pæla af hverju þeir voru að hafa þennan náunga. Datt í hug að sálfræðin væri í því að láta áhorfendum leiðast alveg rosalega þannig að þeir (Sigur Rós) yrðu rosalegir sem þeir voru náttúrulega. Þetta hefur þá kannski virkað. En æj greyið náunginn, hann var bara ekki að virka. En mér finnst alveg hræðilegt að vera að segja svona ljótt um einhvern þannig að það jákvæði í endan er að hann var í flottum gallabuxum!
Strákarnir í Sigur Rós eru frábærir tónlistarmenn!
Magnað......
fimmtudagur, desember 12, 2002
Hnútur í maganum!
Ég er með stóran hnút í maganum......... vona bara að Sigur rósar tónleikarnir slái aðeins á hann og félagsskapur góðra vina.
stress
miðvikudagur, desember 11, 2002
Árni
Kíkið á Árna en hann var að koma með góðan punkt um fréttamanninn sem neitaði að taka viðtal við Jeremy klámmyndastjörnuna, aðallega það að hún var víst að fá einhverja viðurkenningu. Svo reyndar er hann þarna smá á hálum ís með því að virtist vera að setja út á kvenkynið........... hmmm...... Árni að passa sig núna hehehhe
Tónleikar
Fór á Nick Cave tónleikana í gær, ég get bara ekki orðum bundist en maðurinn er stórreykingamaður. Held að hann hafi nánast kveikst sér í sígarettu eftir hverju lagi. Þetta voru mjög fínir tónleikar en reyndar margt sem var að fara í pirrurnar á mér því miður. En Nick Cave var þó ekkert að fara í pirrurnar, stórskemmtilegt að fylgjast með honum og fiðluleikaranum. Það var stórskrýtinn náungi. Hann sneri baki við áhorfendur allan tímann og fór hamförum í tónlistarflutningi. Svo þegar hann var ekki að spila þá beygði hann sig í hnjánum og var eins og einn stór bolti á sviðinu. En það sem var að fara í pirrurnar á mér er að fólk var svo mikið að tala saman og tónlistin var ekkert að yfirgnæva það t.d. var þarna ein stelpa sem þurfti að deila þeirri skoðun sinni með okkur hinum að henni þætti allir svo alvarlegir og hvort þetta væru ekki tónleikar. Ég segi bara jú þetta voru tónleikar og við vorum þarna til að hlusta á Nick Cave en ekki hana urrrr......... einnig heyrðist út um allan sal bjórflöskur vera að detta. En þetta eyðilagði þó ekki tónleikana sama hvað þau reyndu hehehe
En kæruleysið heldur áfram hjá mér því ég er að fara á Sigur rósar tónleika á morgun, og hlakka ég mikið til þeirra. Á ekki von á því að fólk þar fari svona í pirrurnar á mér og fari að tala saman. Allavega vona ég það ekki.
Ég kemst ekkert áfram í lærdómnum, ég held ég virki bara líka í nokkra klukkutíma á dag og það er ekki snemma á morgnana né seint á kvöldin.
Sigur Rós
mánudagur, desember 09, 2002
Laufabrauðsgerð
Það er komin hefð hjá mömmu og systrum hennar að hittast heima hjá mömmu í byrjun desember og gera laufabrauð. En þessi dagur var einmitt í gær, reyndar hef ég ekki komist undanfarin ár því að sjálfsögðu hef ég verið í prófum og því ekki gefið mér tíma. Hins vegar þá endar laufabrauðsgerðinni með því að borða saman og þær systur koma yfirleitt allar með einn rétt. Þá koma líka oft þeir sem hafa ekki tekið þátt í skurði yfir daginn eins og t.d. ég. Ég fór í gær og fékk mér gómsætan mat......... var mjög gott en reyndar var óvenju fátt núna og hef ég að ég held aldrei verið svona fámennt. Var víst mikið um veikindi. Allavega þá finnst mér mjög gaman af svona hefðum sem skapast. Ætli ég sé bara ekki gamaldags eftir allt saman :)
að vera eða vera ekki.......
miðvikudagur, desember 04, 2002
Saumaklúbbur
Ég er ekkert voða hress, almennur leiði að gera vart við sig ásamt því að kvefið hefur ágerst. Hef þó eitt til að hlakka til en það er saumaklúbbur í kvöld. Gengur voða lítið með þessa ritgerð er stressuð en samt eitthvað voða kærulaus. Veit ekki hvað hefur gerst með mig þessa önn............
hvað.......
þriðjudagur, desember 03, 2002
Sjálfsvorkun
Sjálfsvorkun er ekki af hinu góða, en búin að vera full sjálfsvorkunnar í allan dag, samt sem áður ekkert alvarlegum. Nema þegar ég er í svona ástandi þá á ég það til að vera voða „góð“ við sjálfan mig sem er þegar á botninn er hvolft ekkert voðalega gott. Ég er komin í kókið og nammið því ég á svo bágt..........ég held að ég fari stundum bara í sjálfsvorkun til þess að hafa afsökun til þess að fá kók og nammi.
kók&nammi&kók&nammi
Ég um mig frá mér til mín!
Var rétt áðan að taka ákvörðum um að fara ekki í vinnu í kvöld, er frekar slöpp, er kalt með mjög slæman hósta og seldi upp í morgun með hóstanum og fleiri skemmtileg heit. Finnst samt erfitt að sleppa vinnu því ég er ekki veik þannig að ég er alveg rúmliggjandi en taldi samt best að fara ekki. Á líka eftir að vinna heilmikið fyrir ritgerð sem ég þarf að fara að skila, vona bara að ég nái því.
Loksins búin að fara á James Bond myndina Die another day og var hann tekinn fram yfir Alias í gær. Þannig að nú er mér rórra og ég ætti að geta farið að snúa mér að mínu daglega amstri. Annars hafði ég mjög gaman af myndinni og að sjálfsögðu kemur Íslendingurinn fram í manni þegar minnst er á Ísland í henni. Fór samt pínku í pirrurnar sumt sem ekki átti við rök að styðjast en fannst frekar fyndið þegar tveir náungar sem ábyggilega áttu að vera Íslenskir töluðu þýsku.
Ég var búin að fjalla fyrr um að ég hefði gert óskalista á amazon.com en þar á lista er spil sem heitir the settlers og er borðspil, ég held ég hafi einu sinni eða tvisvar spilað þetta spil og fannst það stórskemmtilegt (að sjálfsögðu!) en ég er búin að rekast á það í bókatíðindum og búið er að setja það yfir á íslensku. Þannig að ég er ekki viss hvort ég ætti að koma þetta íslenska eða á ensku. Getið þið hjálpað mér? Gæti svo sem beðið um þetta í jólagjöf en þetta er bara svo dýrt, kostar um sex þúsund kall.
Jæja þá er það komið og snerist þessi færsla öll um mig, reyndar eins og flestar færlsunar gera. Hey einhvers staðar verð ég að fá útrás!
sem búin er að sjá James Bond
mánudagur, desember 02, 2002
Hás
Röddin er ekki alveg upp á sitt besta núna og það er ekki alveg heppilegast í vinnunni minni. Samt sem áður gengur alveg ágætlega. Kannski segir fólk bara já svo það þurfi ekki að tala við mig meira ;-) eða það vorkennir mér svo rosalega með þessa rödd. Ótrúlegt hvað þetta getur verið misjafnt.
langar enn á James Bond
Týpískt
Ég er komin með eitthvað í hálsinn þannig að ég á ábyggilega eftir að vera hóstandi núna næstu daga. Þetta er alveg týpískt að þetta gerist í kringum prófin hjá mér. Ég man eiginlega ekki eftir próftímabilum í menntaskóla og grunnskóla öðruvísi en þannig að í prófunum sjálfum var ég hóstandi það mikið að mér var farið að líða illa yfir því og sannfærð um það að ég væri að trufla alla aðra þarna inni og ef einhver mundi falla gæti hann sakast við mig þar sem ég truflaði einbeitninguna í stofunni. Lítur út fyrir að þetta verði svona hjá mér fyrir þessi próf.
Mamma er búin að baka snúða og ég er komin með tvo poka af nýbökuðum kanelsnúðum. Þetta er að ég held það sem mamma bakar yfirleitt bara fyrir mig að sjálfsögðu fá hinir í fjölskyldunni líka snúða en þar sem þetta er uppáhaldið hjá mér þá er þetta fyrir mig, ekki satt!
Annars tókst mér að afreka það að þrífa hjá mér um helgina og var ekki vanþörf á, merkilegt hvað alls konar drasl getur safnast saman sem maður veit ekki hvað á að gera við en getur einhvern veginn ekki hent. Kannski vantar mér bara fleiri hirlsur til að safna drasli í, hver veit.
ein sem langar á James Bond