Stjórnlaus
Ég er orðin stjórnlaus og farin að eyða peningum hægri vinstri. Hugsa að það þurfi að fara að leggja mig inn. Í dag var ég að eyða í föt sem er ekki mjög líkt mér, í gær fór ég í plokkun og litun og á mánudaginn mun ég eyða enn meiri pening þegar ég læt lita á mér hárið og fæ mér jafnvel strípur.
Hey gestur nr. 1000 kominn og farinn og meira segja komið upp í 1015, nema þetta hafi ég verið endalaust að refresha hehehehe. Nei ég geri ekki slíkt ;)
Það getur verið að ég fari í fjallgönguna á laugardaginn með Árna og ábyggilega bunch af ókunnugum. Er nokkuð búð upp á Akrafjalli? Hef ábyggilega gott að því að rífa mig út og af stað í staðinn fyrir að loka mig inni, þótt hitt sé meira freistandi að vissu leyti.
bring it on
fimmtudagur, ágúst 29, 2002
Birt af Linda Björk kl. 23:03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli