Linda litli hræðslupúki
Hér með viðurkennist að ég er algjör gunga. Á laugardaginn var laugardagsgangan í Öndverðarneshóla en þar sem enginn kom með mér :-/ þá bara fór ég sjálf því ég hafði ekki alveg gengið alla þessa leið sem ég ætlaði að ganga. Allavega á þessari leið sem er mjög flott þá er hellir sem heitir Grashólshellir. Þegar ég kom að honum með mitt vasarljós ákvað ég nú að kanna hann aðeins meir. Ég klöngraðist niður og fór inn en þegar ég kom inn kom einhver óhugur í mig. Hellisgólfið var eitthvað mjúkt og það var svo dimmt þarna inn og ég var ein, þannig að ég forðaði mér hið snarasta út. Var næstum því viss um að ef ég mundi ekki sökkva ofan í hellisgólfið þá mundi ábyggilega koma einhver stór úlfur að éta mig jafnvel þótt engin úlfur sé til á Íslandi. Alveg makalaust hvað maður getur hrætt sjálfan sig. En annars var nú alveg yndislegt að ganga þarna. Ég var næstum því alveg ein í heiminum.
þannig fór um sjóferð þá
mánudagur, ágúst 12, 2002
Birt af Linda Björk kl. 09:15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli