Ótrúleg
Ég er stundum alveg hreint ótrúleg, núna um daginn þegar ég var að vonast eftir því að fara ekki að vinna sem ekki gekk upp þá gleymdi ég gleraugunum mínum heima og fattaði það ekki fyrr en eftir að ég var komin upp í löduna hans Birgis og komin af stað. Ég reyndar ákvað að halda áfram í Bókhlöðuna og koma svo við heima aftur áður en ég færi úr 101 svæðinu. Mikið var nú þægilegra að hafa gleraugun. Reyndar þoli ég ekki að hafa gleraugu :( það er svo miklu miklu betra að þurfa þau ekki. Einungis um tvö ár síðan ég byrjaði að nota þau og ég held að ég þurfi sterkari gleraugu :( ekki gaman. Svo hitt sem ég er ekki samkvæmt sjálfri mér með en það að á miðvikudagskvöldið eftir vinnu hjá símanum þá ákvað ég að kíkja til pabba sem ég og gerði. En á leiðinni heim þá þurfti ég að koma við í búð og þar sem klukkan var eftir ellefu eða nálægt hálf tólf um kvöld þá var eiginlega bara um 10-11 að ræða í Lágmúla. Nema þegar ég kem á svæðið þá er alveg ógeðslega margir í búðinni og voru allir þrír kassarnir opnir til þess að afgreiða fólk. En gettið hvað ég geri, ég fer að hneykslast á fólki að vera að versla þarna á þessum tíma en hvað var ég að gera!
Bíða bíða en sú blíða
laugardagur, júní 22, 2002
Birt af Linda Björk kl. 17:08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli