BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, júní 03, 2002

Helgin

Þá er þessi helgi liðin. Þar sem Jens fékk útborgað á föstudaginn þá hélt hann upp á það með því að eyða peningum :) hann semsagt var að verðlauna sjálfan sig fyrir mánuðinn með því að fara í Nexus og kaupa teiknimyndasögu, roleplay bók og einhver tímarit. Hann lánaði mér lika pening svo ég gæti „verðlaunað“ mig. Ég átti reynar innleggsnótu í Mál og menningu síðan árið 2000 (maður þarf að vanda valið vel) og eyddi ég henni í íslenska fuglavísinn. En bókin eins og nafnið segir til um er um íslenska fugla en ég þarf væntanlega eitthvað að vita um þá áður en ég fer að vinna sem landvörður.

Á laugardagsmorgunin vorum við svo dugleg að vakna klukkan hálf níu en við vorum búin að fá tilkynningu um að það ætti að vera vorhreingerning í húsinu og ákváðum að gera okkar hlut. Þegar við komum fyrir framan íbúðina sem átti að hittast þá voru þau þegar byrjuð. Reyndar vorum við ekki mörg eða aðeins sex og það eru um 22 íbúðir í húsin ef ég hef talið rétt. Mismunandi hvort það eru par-, einstaklingsíbúðir eða tvíbýli. Þannig að þetta var einstaklega léleg mæting. Það var búið að segja okkur að þetta væri frá níu um morguninn til þrjú um daginn. Ég lenti í því skemmtilega að smúla veggina og hurðirnar og fyrir vikið var ég rennandi blaut. Hins vegar þá vorum við ekki lengi að þessu þótt við værum aðeins sex. Því öllu var lokið um hálf ellefu leytið nema við höfum gleymt einhverju.

Eftir smá hvíld eftir þrifin þá var komin tími til að klæða sig upp því við vorum á leið í brúkaup hjá Bellu og Óskari. Þetta var mjög fallegt brúðkaup og reyndar kom svoldið fyndið fyrir í kirkjunni þar sem gestir og brúðurin hlógu því brúðgumanum tókst ekki að setja hringin á hana Bellu svo hún tók bara málið í sínar hendur og hjálpaði til. Eftir kirkju var síðan haldið í veisluna sem tókst vel til og Sigga vinkona stóð sig vel sem veislustjóri. Bella söng líka lag til Óskars sem var mjög gott. Við vinkonurnar vorum líka búnar að ákveða að hafa brúðkaupsleik þar sem spurt er út í hlutverkið innan hjónabandsins og það tókst einnig mjög vel. Sagan sem Aldís og Sólrún voru búnar að búa til var mjög góð.

Þar sem allt þetta brúðkaupsstand var búið frekar snemma þá ákváðum við Jens að skella okkur í bíó og sáum Residental Evil, sem var bara ágætis afþreying samt spurning hvort þetta hafi verið afþreying þar sem við vorum á nálum allan tímann. Ég er farin að þola svona spennu mjög illa og er alltaf mjög „tense“ en það fyndna er að Jens er ekkert betri.

Sunnudagurinn fór síðan í ekki neitt. Við reyndar ákváðum að nota bílinn meðan við höfðum hann enn og skelltum okkur í bónus og loksins þurfti ég ekki að fara ein. Eftir það keyrði ég Jens upp í Breiðholt þar sem hann fór að spila og ég fór til ömmu gömlu í heimsókn.

svo er bara að halda áfram að vinna

0 Mjálm: