Afmæli
Ellen systir á afmæli í dag. Af öllum þessum systkinafjölda sem við eigum þá hefur hún þann heiður að vera eina systir mín og sú sem er næst mér í aldri :) en til hamingju með afmælið Ellen mín. Vona að þú njótir dagsins. Hvað langar þér annars í afmælisgjöf?
Það er alveg hrikalegt en ég hef ekki kveikt á tölvunni í tvo daga, hugsið ykkur. Ég sem yfirleitt alltaf kíki að minnsta kosti einu sinni á dag á tölvupóstinn minn og stundum oftar.
Frekar leiðinlegt að hafa ekki einu sinni frí frá þessum leikskóla á laugardegi, reyndar voru það ekki leikskólakrakkar sem vöktu mig í morgun heldur var eitthvað verið að gera á leikskólanum þar sem hávært vinnutæki var við störf og spangólandi bæjarstarfsmenn. Ekki vinsælt.
Ég og Jens erum búin að taka út grillið en við grilluðum á þriðjudaginn í góða veðrinu og svo aftur á miðvikudeginum, á þriðjudeginum plötuðum við pabba með okkur í smá bíltúr til þess að sækja hjólið mitt en ég er búin að vera á leiðinni í heilt ár að ná í það en loksins varð eitthvað úr því. Í leiðinni fengum við lánað hjólið hans Birgis fyrir Jens svo hann gæti hjólað í vinnuna. Hann hefur reyndar komið mér mjög á óvart og hjólað :) En mikið er samt gott að hafa hjól til dæmis er ég fljótari út í búð núna á hjólinu heldur en labbandi. Tek bara bakpokann með til þess að geyma vörurnar í þegar ég hjóla tilbaka.
laugardagur til lukku
laugardagur, júní 08, 2002
Birt af Linda Björk kl. 15:12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli