Á lífi
Jamm ég er á lífi, leist samt vel á þá hugmynd sem forvitni hvítvoðungurinn kom með :) að senda mig á hressingarhæli. En voðalega er ég forvitin, hver ertu forvitni hvítvoðungur?
Svo virðist vera að ég er farin að lifa fyrir helgarnar. Ég átti mér loksins líf um helgina og var bara mikið að gera í félagslífinu svona miðað við venjulega. Föstudagskvöldið þá var grillpartý hjá vini hans Jens þar sem hann var 25 ára. Var þetta svona „ekta“ grillpartý þar sem borðað var úti og mikið rosalega var kalt. Þeir sem muna eftir föstudagskvöldinu muna þá eftir því að hitinn hafi lækkað töluvert og var mikið skýjað. Annars spiluðu strákarnir svona ruddakörfubolta og ég er eiginlega mjög hissa á því að enginn hafi slasað sig neitt verulega á honum. Einnig kíktum við í Mekka sport til þess að taka nokkra leiki. Aðallega þó vegna þess að afmælisbarnið var svo kokhraust og sagði að enginn gæti unnið sig í fótboltaspili og vildi fara í Mekka sport til þess að sanna það. Hann var nokkuð góður en þó tókst Jens að vinna einn leik af nokkrum sem þeir spiluðu :)
Eftir að hafa brunnið smá í sólinni á laugardaginn fórum við í annað grillpartý en það var til Árna og Arndísar og var þar margt um manninn. Ég held ég geti næstum því fullyrt það að ég, Birgir og Jens höfðum mest fyrir matnum okkar :) reyndar gerði Jens ekk mikið heldur kom verkunum á mig og Birgir. Mútaði Birgir reyndar með bjór. En maturinn var alveg þess virði. Ummmmmmm hvað þetta var gott.
En takk fyrir þetta heimboð Árni og Arndís :) þetta var alveg þrælskemmtilegt og rosalega góður matur ;)
Á sunnudeginum lágum við síðan í leti, við horfðum á Brotherhood of the woolf og var sú mynd mjög góð og get ég hiklaust mælt með henni. Eftir videoglápið þá náði mamma í okkur því hún hafði boðið okkur í grill :) og í þetta skiptið þurftum við ekki að koma með. Gott að fara í mat til mömmu hehehe en eftir matinn þá skutlaði ég Jens í Breiðholtið til þess að fara að spila. Keypti síðan ís til þess að bjóða mömmu og strákunum upp á og glápti síðan á sjónvarpið heima hjá mömmu.
17.júni gerðum við heldur ekki neitt. Fórum ekki í bæinn. Reyndar ætluðum við að fara en varð ekkert úr því fyrr um daginn, svo reyndar kíktum við í bæinn til þess að fá okkur að borða en þá voru allir á leið úr bænum. Komust að því að veðrið var ekki upp á marga fiska þannig að við hættum við að fara í bæinn um kvöldið, hreinlega nenntum því ekki. Kannski er aldurinn farin að segja til sín hjá okkur. Hljómsveitirnar sem voru að spila voru heldur ekkert aðdráttarafl.
bíðið spennt eftir næstum skrifum :)
þriðjudagur, júní 18, 2002
Birt af Linda Björk kl. 22:07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli