Hvað er þetta með veðrið!
Hvað gengur eiginlega að veðrinu? Ég bara spyr, það er ekkert gaman að fara kappklæddur með húfu og vettlinga niður í bæ í endann á apríl, já ég veit ég nota húfu og vettlinga. Þegar ég var í London í desember 1996 þá uppgötvaði ég húfuna :) en þvílíkt þarfaþing, það er svo mikið sem ein húfa gerir fyrir mann að það er ótrúlegt. Það fyndna er finnst mér með þetta allt saman að þegar ég var á Íslandi þá notaði ég yfirleitt aldrei húfu (getur líka eitthvað að hafa með aldurinn að gera) en allavega úti var svo kalt og sló að mér fannst Ísland út. Getur reyndar líka verið að þar sem ólíkt loftslag er að ræða að ég er ekki vön þessum kulda.
Survivor
Eftir seinasta survivor þátt þá var ég þvílikt svekkt yfir því að Gina hafi verið rekin út en hún var eiginlega uppáhaldið mitt :) reyndar fannst mér mjög sniðugt að ég las hjá nokkrum öðrum vefleiðurum að þeim hafi þótt leitt að sjá eftir henni líka og finnst ekkert skemmtilegt fólk eftir. Í survivor IV hefur mér fundist alveg furðulegt hvernig fólk hefur kosið ekki skilið það með nokkru móti. En svona er ég skil ekki allt og alla.
og hvað svo!
mánudagur, apríl 29, 2002
Birt af Linda Björk kl. 19:34
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli