Ekki sátt
Ég tók próf til að athuga hvaða karakter úr barnabókum ég væri og það kom í ljós að ég er Winnie the pooh og ég bara þoli ekki þessar sögur :( pffff týpískt
which children's storybook character are you?
this quiz was made by colleen
Helgin
Ég og Jens skelltum okkur til Akureyrar um helgina ásamt nokkrum vinum hans Jens. Þetta var fín helgi. Reyndar keyrðum við norður í ekkert alltof góðu veðri. Þegar við lögðum af stað á föstudagskvöldið þá var rigning og rok. Á Holtavörðuheiðinni var skafrenningur og ekkert alltof skemmtileg færð en það gekk vel að keyra og ég var um 4 tíma norður og ég var að keyra og það gekk alls ekki svo hægt eins og sumir í bílnum vildu meina grrrr...............
Ég hitti hana Heiðdísi að sjálfsögðu fyrir norðan og eyddi frábærum tíma með henni, Palla, Helenu Ýr og Karen Birtu ásamt köttunum sex :) þar af þremur kettlingum sem voru alveg ógurlega sætir og hefði ég alveg verið til í að stinga einum í vasan og taka með heim. En því miður er allt gæludýrahald bannað á Stúdentagörðunum og þar sem ég er svo löghlýðin þá náttúrulega geri ég ekkert svoleiðis.
Verst við helgina er hvað ég svaf illa aðfaranótt laugardagsins og var líka hálfslöpp vegna kvefs og hræðilegs hósta. Af þeim sökum yfirgáfum ég og Jens hinn svefnlitli Palla og Heiðdísi snemma á laugardagskvöldið til þess að fara „heim“ að sofa.
Á sunnudeginum þá grillaði hópurinn áður en við lögðum í hann en stefnt var að leggja af stað tímanlega til þess að ná í bíó fyrir sunnan kl:22 sem og tókst en spurning hvort það var þess virði, en við fórum að sjá myndina Blade 2.
Reyndar á sunnudeginum á leiðinni heim þá hringdi vinkona mín í mig þar sem við vorum að keyra frá Varmahlíð til þess að vara okkur við löggunni í Húnavatnssýslunni en þar hafði löggan tekið hana á 111 km hraða. Þannig að allan Langadalinn vorum við á varðbergi (n.b.við vorum á tveimur bílum og svo var vinkona mín á einum öðrum bíl svolítið á undan) en aldrei urðum við vör við lögguna sem hún var búin að vara okkur við. Þegar við vorum búin að keyra framhjá Blönduós þá vorum við svona hætt að hafa áhyggjur af þessari löggu. Bjössi og Elli voru undan okkur og rétt fyrir utan Blönduós þá keyrði löggan frá einhverjum afleggjara þannig að við lentum á eftir löggunni og hinir strákarnir voru með hana fyrir aftan sig. Mjög gaman og þannig þurftum við að keyra alla Húnavatnssýsluna :(
Hafið það gott
0 Mjálm:
Skrifa ummæli