Ágirnd vex með eyri hverjum
Þetta var málshátturinn minn þetta árið. Páskadagur var mjög fínn og skemmtilegt hvernig hefð er komin á hann. Stórfjölskyldan hittist að þessu sinni heima hjá Lilju frænku og var byrjað að borða um fjögur leytið. Eftir matinn, uppvask og smá áhorf á formúluna þá var tekið til við að spila félagsvist eins og hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni spiluðum við á fjórum borðum og því miður urðu nokkrir út undan vegna smá þrjósku lítils frænda :) annars hefði verið hægt að spila á fimm borðum. Keppt var til verðlauna, þegar spilið var hálfnað þá var gert smá pása á spilamennsku til þess að fá eftirmat sem var heimatilbúinn ís a la mama og jarðaber og heit marssósa umm........
En allavega þá vann hann Ásgeir félagsvistina, reyndar finnst mér eins og það hafði gerst áður. Eftir félagsvistina var ekki gefin nein grið og var farið í Actionary. Stofunn skipt í helming og svona 8-9 manns í hvoru liði. Það má segja það að liðið mitt hafi skarað fram úr með leiklistarhæfileika þar sem við komust langt fram úr hinu liðinu, en svo var þetta reyndar pínku tvísýnt um tíma þar sem við leyfðum hinum að komast pínku að þannig að þeim tókst að fara fram úr okkur en það dugði þeim ekki því við tókum okkur til og unnum spilið. Tvímælalaust hæfileikafólk í mínu liði en að sjálfsögðu líka í hinu liðinu þar sem við erum nú einu sinni öll skyld.
Reyndar með aðra hluti sem áttu að gerast um páskana eins og vera dugleg að læra þá hefður það ekki gengið eftir sem skyldi. Ég veit ekki hvað á að gera við mig. Er ekki par hrifin af mér núna og páskafríið að verða búið.
Svona er nú það!
mánudagur, apríl 01, 2002
Birt af Linda Björk kl. 18:46
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli