Vísindaferð!
Eftir tvö ár í Háskólanum þá fór ég í mína fyrstu vísindaferð á föstudagskvöldið. Ótrúlegt en satt. Vegagerðin var heimsótt og tóku þau vel á móti okkur, að vísu hef ég náttúrulega ekki samanburð við neitt en mér fannst móttökurnar góðar. Buðu þau okkur upp á bjór, blush og snittur. Sem betur fer var líka gos í boði fyrir mig og hina sem ekki vildu áfengið. Ég reyndar hélt ekki áfram að djamma með krökkunum því ég þurfti að fara að gera verkefni gaman gaman :-)
í gær hins vegar var ég líka dugleg því ég fór til mömmu og var að föndra með henni eða hún með mér og var árangurinn alveg hreint ágætur. Ég má líka til með að segja að ég er farin að huga að jólagjöfum og aldrei fyrr hef ég verið komin með svona fullt af hugmyndum hvað ég get gefið hinum og þessum og þá er bara að fara að versla. Þetta er bara mjög gott mál.
Lærdómurinn er hins vegar ekki í góðum málum, minnsta kosti mætti ég herða mig þar, eins og t.d. núna þar sem ég nenni ekki að læra en verð bara að grípa í rassinn á sjálfri mér og byrja.
Landið virtu, ruslið hirtu
sunnudagur, nóvember 11, 2001
þriðjudagur, október 30, 2001
sultubændur, sultuhjú,
1783
Þetta er vísa sem þið getið lært til þess að muna hvenær móðuharðindin voru hér á landi en hana lærði ég á landvarðanámskeiðinu. Það var seinasta kvöldið í kvöld á námskeiðinu það er bæði feginleiki og líka pínku eftirsjá því þarna var margt gott fólk komið saman og hópurinn var mjög svo fjölbreyttur. Kvöldið endaði á að hópar skiluðu af sér verkefnum og var mjög gaman að sjá á hvað hátt hóparnir skiluðu sínu og hugmyndirnar sem komu fram. Eftir að þessu lauk þá hélt meirihluti hópsins á Vegamót og fór á kostum. Það var mikið hlegið og hugmyndaflug var þarna mikið um hvernig starf landvarða gæti verið háttað :-) Einn úr hópnum er meira segja það framsýnn að hann kom með þá hugmynd að Ísland yrði einn stór Þjóðgarður og íbúar landsins landverðir. Heimasíða Landvarðafélags Íslands er flott og skemmtileg og hvet ég ykkur til þess að kíkja á hana.
Annars það sem ég ætlaði líka að nefna í gær er að ég fór á myndina the others með Nicole Kidman á sunnudagskvöldið og sú mynd er frábær, ég ætla ekki að segja neitt um hana annað en þetta því annars finnst mér ljóstra of miklu upp.
Vertu með virtu landið
mánudagur, október 29, 2001
Til hamingju með afmælið mamma :-)
Já mamma á afmæli í dag og hef ég reyndar ekkert heyrt í henni í dag. Ekki vegna þess að ég hef ekki reynt að hringja því svo sannarlega er ég búin að því. Hún er bara ekki heima, ætlaði í sumarbústað í Fnjóskárdal um helgina og ætlaði að koma heim í dag en er ekki enn komin og hef ekki heldur náð í gsm-símann hjá Bubba.
Seinasti dagur á námskeiðinu í landvörslu er á morgun og spurning hvort ég verði Landvörður eftir það en vonandi. Þetta er búinn að vera strembinn mánuður, en það er búið að vera mjög gaman á námskeiðinu og ég búin að læra margt en samt verð ég fegin þegar þessu lýkur. Þá vonandi get ég farið að einbeita mér að náminu enda veitir ekki af þar sem er um mánuður eftir af skólanum.
Var ég búin að segja að það er alveg rosalega gott að vera ekki að vinna með náminu þvílíkur lúxús :-)
Blindur er bóklaus maður
sunnudagur, október 07, 2001
jáhá
Það er virkilega langt síðan ég skrifaði eitthvað hérna inn síðast. Hef reyndar ekki mikið að segja. Er dauðþreytt eftir daginn í dag en ég gekk upp á Mælifell í dag í grenjandi rigningu og varð hundlblaut. En hvers vegna gerði ég þetta? Jú vegna þess að ég er á námskeiði í landvörslu sem byrjaði núna 1 október og í dag var farin jarðfræðiferð. Það var svo sem ágæt en þar sem ég er búin með Jarðfræði 1A og 2A í Háskólanum þá er ég búin að fara í nokkrar jarðfræðiferðir í þessum námskeiðum og meðal annars um þetta svæði sem við fórum í dag (reyndar hef ég ekki gengið upp á Mælifell áður). Ég er ekki að segja að ég kunni þar af leiðandi allt eða vissi allt því alltaf gott að fá smá upprifjun en það er samt pínku leiðinlegt að vera alltaf á sömu slóðum. Það leiðinlegasta við þetta allt saman er að ég er svo hægfara að ég er alltaf lang síðust. Okey ég veit að einhver þarf að vera síðastur en af hverju ÉG!!! Nei svona grínlaust þá er ekki gaman að láta fólk bíða eftir sér og ég var komin með alveg rosalegan móral yfir þessu sérstaklega þar sem veðrið var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Svo á miðvikudaginn erum við á leið í Skaftafell í námskeiðinu og við munum ganga mikið þar. Það er bara að bíta á jaxlinn, er einhver með góð ráð handa mér? Mér finnst rosalega gaman að labba svona um og það er rosalega góð tilfinning sem fylgjir því að vera komin upp á fjallstopp en ekki gaman þegar maður er að tefja allt hitt fólkið í kringum sig.
oh well ég þarf víst að lifa við þetta. Ég get víst ekki stækkað mig. En ég tel það fullvíst að ég sé mikið hægfara vegna hæðar minnar, flestir eru hávaxnari en ég og þar af leiðandi með stærri skref en ég og komast yfir meira svæði en ég í einu skrefi. Það hlýtur að hafa áhrif.
Ekkert nema tómar afsakanir hérna. Læt þetta duga í bili, ætti að fara að drulla mér til þess að læra en ég er ekki alveg að meika þetta allt saman.
Brostu við heiminum og heimurinn brosir við þér!
miðvikudagur, ágúst 29, 2001
Skólinn byrjaður
Jæja skólinn er byrjaður og búin að fara í nokkra tíma, mun samt missa viku af skóla þar sem ég er að fara í námsferð á morgun. Þá mun ég halda á Snæfellsnesið með landa- og ferðafræðinemum. Ég er einnig hætt í vinnunni og skrýtið að hugsa til þess að þurfa ekkert að mæta þangað og eiga frí öll kvöld vikunnar og helgar :-) hvað gerir maður þá?? Einhverjar tillögur
Kannski og vonandi verður bara þess duglegri að læra enda er ég skráð í meira en vanalega.
Ég var búin að plana að kaupa bakpoka í sumar, var búin að dreyma um slíkan þónokkuð lengi en viti menn ég fann bakpoka sem mér líkaði við en svo þegar ég ætlaði að kaupa hann nota bene í júlí þá var hann búinn :( og svo þegar ég hringdi í dag til þess að athuga með hann þá er hann ekki enn til og var mér tjáð að hann væri líka uppseldur úti þar sem þau panta hann frá. Ég ætlaði að kaupa mér Vango bakpoka en ég ætla að bíða og sjá hvort þetta fari ekki að koma, fæ lánaðan bakpokann hans Jens á meðan í ferðina.
Ég er að brjálast yfir því að einkunnin mín úr jarðfræðiprófinu sé ekki enn komin, ég tók prófið 20. ágúst og við vorum 4 sem tókum prófið og engin einkunn enn..................... hvað á þetta að þýða, óþolandi þegar það eru margir kennarar að kenna sama námskeið þá er biðin alltaf svo löng eftir einkunnum. Svo var líka tölfræði prófið sem ég tók í vor kært og enn er ekkert komið í sambandi við það. Ég er ekki svo þolinmóð manneskja.
Þolinmæði þrautin vinnur
mánudagur, ágúst 27, 2001
súper helgi!
Helgin var hreint út sagt frábær :)
Á föstudaginn þá var svona formlega seinasti vinnudagurinn minn en ég á aukanæturvakt núna og fékk sumarfrí um helgina til þess að fara í smá ferðalag með Jens og vinnufélögum hans. Eftir vinnu klukkan tíu á föstudagskvöldið þá kíkti ég í partý til Ásdísar vinkonu en hún átti einmitt 25 ára afmæli á föstudaginn Til hamingju með afmælið Ásdís mín og keyrði svo hluta af fólkinu niðri í bæ þegar ég fór heim á leið.
Vaknaði síðan snemma á laugardagsmorgninum til þess að fara í ferðina, við hittum ferðafélagana fyrir utan BUGL og heldum svo á stað til Sauðarkróks. Ég var á Lödunni hans Birgis en hann var svo elskulegur að lána mér fararskjótinn svo við kæmust nú með. Þegar við vorum komin á Krókinn þá beið okkur þvílíkt hlaðborð sem mamma hans Kristjáns hafði útbúið handa okkur (Kristján er vinnufélagi hans Jens). Þegar við vorum búin að kýla út á okkur magann var keyrt að Reykjum þar sem maður siglir út í Drangey en við ætluðum í siglingun út í Drangey og þurftum líka að bíða í dágóðan tíma eftir því. Það var ekki gott í sjóinn og ekki komust við upp í Drangey þar sem það var þoka á eyjunni og útsýnið hefði ekki orðið neitt en þess í stað þá sigldum við í kringum eyjuna. Á þessum tímapunkti var ég orðinn drullusjóveik og ég get sagt ykkur það að það var ekki eins gott að æla þessum dýrindismat eins og það var að borða hann. Það var ógeðslegt.
Þegar ég var búin að borga 2500 fyrir að æla eins og hann Bjarni orðaði svo skemmtilega en by the way þá var ég ekki sú eina sem var sjóveik, Guðlaug varð líka sjóveik og þeim Bjarna og Guðmundi varð eitthvað bumbult á að horfa á Guðlaugu æla. En allavega eftir sjóferðina var farið í Grettislaug sem er heit laug í fjörunni ekkert hús til þess að skipta um föt og því bara skipt um föt hjá bílunum og eins gott að vera ekkert feiminn ;-)
Það má segja að hann Guðmundur hafði haft rétt fyrir sér um Grettislaugina en hún var ekki alveg nógu heit en samt nógu heit til þess að manni langaði frekar að vera ofan í henni heldur en að fara upp úr og í kuldan, en með herkjum þá tókst okkur að stökkva upp úr og reyna að þurrka okkur á mettíma og klæða okkur og ég held ég að nánast öllum hafi verið sama þótt einhver hafi séð eitthvað enda ekkert sem maður hefur í raun ekki séð áður :-)
Á laugardagskvöldinu borðuðum við svo í Ólafshúsi og skelltum okkur svo á pöbb og svo unglingadiskótekið C´est la vie en tónlistin var ekki alveg nógu góð, en þeim tókst þá að spila eitt lag með Rammstein lagið Du hast og var Jens langflottastur en hann var að slamma.
Sunnudagurinn
Það var sko aðaldagurinn en þá ætluðum við í River Rafting í Vestari Jökulsá og það var í einu orði sagt Frábært.
Það voru þarna tveir guidar frá Nepal og einn Íslenskur og við vorum svo heppin að við fengum skemmtilegast guidinn :-)
Við vorum átta saman í hóp en ákváðum að skipta okkur 4 og 4 saman í báta en svo var líka einhver annar hópur þarna þannig að við fórum á þremur bátum.
Guidinn okkar var ávallt að skvetta vatni á hina bátana og fengum við gusur á okkur líka en ábyggilega ekki eins rosalegar og við gáfum hinum hehehe en eftir smá tíma á ánni þá var stoppað til þess að fá okkur kakó. En það var magnaðasti parturinn því það rann heitur lækur þar sem við stoppuðum og vatnið tekið þaðan og blandað í kakó, ótrúlegt!
Svo var haldið aftur af stað og næst stoppað þar sem hægt var að stökkva fram af kletti sem ég gerði ekki því gallinn minn var ekki alveg nógu góður þ.e.a.s. hálsmálið var ekki nógu þröngt þannig að vatn átti auðvelt með að komast að. Þegar stökkin voru búin var haldið áfram og þegar var komið á lygnan stað í ánni þá vildi fararstjórinn okkar fara í leik en sá leikur var þannig að við áttum öll að standa uppi á bátnum og halda í úlniðinn á hvort öðru og halla okkur út á við. Nema hvað að sjálfsögðu sleppti fararstjórinn takinu þannig að flestir duttu út í ána nema ég :-) sem gerði reyndar ekkert til því guidinn henti mér út í, og vá þvílíkt sjokk en það var gaman þótt ég var smá hrædd um þetta hálsmál og að ég yrði rennandi blaut. Það fyndnasta var að þegar Jens ætlað að koma að bjarga mér þ.e.a.s. grípa í mig og draga mig í áttina að bátnum og upp í þá datt hann út í hahaha, fyrst hélt ég nefnilega að guidinn hafði hrint honum líka en hann datt. Seinna fórum við svo í annan leik þar sem við sátum öll aftast og rugguðum okkur til, en fararstjórinn var að reyna að ofreisa bátinn þannig að allir mundu detta út í aftur en aðeins hluti af hópnum datt út í ána. Fararstjórinn okkar lét líka eina konu standa fremst uppi á bátnum og svo áttum við að róa, hann gerði þetta til þess að athuga jafnvægið en að sjálfsögðu endaði hún í áni. Hinir hóparnir voru farnir að spurja okkur hvað við værum alltaf að gera í ánni en við ættum að vera í bátnum.
Svo var komið að landi þar sem við heldum tilbaka. Þegar klætt sig var úr þurrbúningum komu hinu undarlegustu staðir í ljós sem voru blautir eins og t.d. í klofinu................ spurning hvort sumir hafi pissað í sig úr hræðslu þegar stokkið var af klettinum og svona hmm.......
Allavega þetta var frábær helgi svolitið dýr en það bjargast. Svo er það bara skólinn sem er að fara að byrja.
Þangað til næst
föstudagur, ágúst 17, 2001
Afmæli
Hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag...................... Til hamingju með afmælið Guðmunda mín :) Njóttu dagsins.
Gangið hægt um gleðinnar dyr
fimmtudagur, ágúst 16, 2001
sumarpróf!
Það er ekkert skemmtilegt að lesa undir sumarpróf eða haustpróf hvaða nöfnum sem það kallast, sérstaklega ekki þegar er svona gott veður. Svo þegar prófið er búið þá þarf ég að byrja að undirbúa mig fyrir námsferðina sem ég fer í 30.ágúst. Þetta er námsferð ferða- og landafræðinema um Snæfellsnesið og verðu í viku.
Annað markvert er að hún Guðmunda verður 25 ára á morgun :) og er hún búin að boða í afmæli annað kvöld þar sem í boði verður sangria meðal annars og eitthvað óáfengt (sennilegast fyrir mig og Stebba).
Til hamingju með afmælið á morgun Guðmunda :)
njótið og lifið
fimmtudagur, ágúst 09, 2001
GÆSA HVAÐ?
Í gær vorum við frænkurnar að gæsa frænku okkar nema sumar vildu endilega kalla það að steggja en það er gert við strákana. Nema hvað ég var búin að "redda" karlmanni sem átti að sækja hana á mótorhjóli nema hvað hann sveik okkur að minnsta kosti lét hann ekki sjá sig :( . Þá var reynt að hringja í vini og kunningja til að athuga hvort þeir gætu reddað okkur nema hvað hún María frænka fann einn indælisdreng sem bjargaði málunum. Hann fór og sótti hana Dagnýju gæs og keyrði með hana upp á Sandskeið. Þar tókum við á móti henni með kampavíni og skáluðum fyrir henni því næst sendum við hana i svifflug sem by the way hún fílaði í botn. Ég held að maðurinn sem fór með hana hafi eitthvað verið óhress með að hún hafi ekkert verið hrædd við snúningana sem hann tók. Hins vegar tókum við andköfin á jörðu niðri þegar við horfðum á öll ósköpin. Þegar þau lentu heil á húfi þá var haldið áfram og farið Bláfjallaleiðin til Hafnarfjarðar og þangað í Bláa Lónið þar sem við nutum lífsins og sólarinnar. Eftir þvottinn fengum við okkur í svanginn í Bláa Lóninu en þar höfum við ábyggilega gert allt starfsfólkið vitlaust því við vorum að panta matinn rétt fyrir tíu en eldhúsið lokar 22.00.
Þetta var velheppnaður dagur/kvöld jafnvel þótt hann hafi ekki byrjað vel en Fall er fararheill er einhversstaðar sagt. Reyndar var Fanney litla frænka svo hneyksluð á að Dagný hafi sest upp í bíl með ókunnugum strák, en hún verður titluð Dramadrottning þessa kvölds.
Svo verður bara skellt sér í brúðkaupið á laugardaginn.
sunnudagur, júlí 22, 2001
Helgin!
Er búin að vera að vinna alla helgina og á meðan nýtti Jens sér að fara í sumarbústað til að spila alla helgina. Fór í afmæliskaffi í gærkvöldi en hann Eyþór Orri sonur Bellu vinkonu og Óskars varð 4 ára í gær :) Til hamingju Eyþór.
Fyndið að á hverju einasta sumri eða svo til hverju einasta sumri í endan á júlí þá tala allir um að sumrið sé að vera búið og það hefði nú liðið hratt. Ætti fólk ekki verið að farið að venjast því núna að sumrin líða hratt?
Vona að Jens komi heim í fyrra lagi svo við getum grillað eða gert eitthvað skemmtilegt.
mánudagur, júlí 09, 2001
Sunnudagurinn!
Var fínn, mætti í vinnu klukkan átta en eftir vinnu þá var búið að ákveða að skella sér í go-kart sem við og gerðum. Reyndar vorum seinn sökum þess að sumir áttu í erfiðleikum með að mæta á réttum tíma ;) en hófst að lokum. Go-kartið var mjög fínt jafnvel þótt sumir strákana tóku fram úr mér þó alls ekki allir og ég tók fram úr Siggu :) en þar sem go-kartið tók aðeins 10 mínútur og við keyrðum að minnsta kosti í 20 mínútur frá Reykjavík til Njarðvíkur þá ákváðum við að skella okkur í Bláa lónið sem var aldeilis fínt því veðrið var líka með besta móti. Eftir þessi herlegheit þá brunuðum við í bæinn og grilluðum öll saman heima hjá mér og Jens :) tvö grill fyrir 13 manns en það gekk.
Það var síðan talað um að fara næst í Paintball og hafa eitthvað svipað, spurning hvort það gangi jafn vel :)
föstudagur, júní 29, 2001
Helgin!
Ég vil byrja á því að óska ömmu minni til hamingju með afmælið en hún er áttræð í dag :) að vísu mun hún alveg örugglega ekki lesa þetta en........ svo hin amma mín á verður 75 ára núna á sunnudaginn 1.júlí. Fullt af stór afmælum en svo er ég svo vond að ég skelli mér í Þórsmörk.
Góða helgi
fimmtudagur, júní 21, 2001
oppsss!
Gleymdi að blogga til þess að óska systur minni til hamingju með afmælið sem var 8 júní ............ awwww :( en betra er seint en aldrei, til hamingju með afmælið Ellen mín ;) afmælisgjöfin bíður heima eftir þér.
jamm og jæja.......
Lifið og njótið!
miðvikudagur, maí 30, 2001
jæja
Þá er vinnan byrjuð á fullu, búin í prófum, flytja og fara í námsferð. Var líka í sumarfríi.
Veit einhver um skilrúm hvar hægt sé að fá þau?
pfffffffff...........
miðvikudagur, apríl 25, 2001
Þori varla að skrifa um þetta hérna því þetta er svo sárt, en já raunin er sú að við förum ekki til Kúbu :~(
Ekki enn búið að semja við kennara og fyrirséð að við förum ekki eitt né neitt!
Reyndar er það ekki alveg rétt því í staðinn fyrir að fara til Kúbu fer ég í aðra námsferð sem er námsferð um Suðurlandið þetta er jarðfræðiferð. Málið er að ég er að fá pínku pons leið á Suðurlandinu ekki misskilja mig hér því Suðurlandið er fínt en þetta er þriðja námsferðin mín um Suðurlandið en næsta haust fer ég í námsferð um Snæfellsnesið það verður tilbreyting.
Styttis óðum í prófin þ.e.a.s. ef þau verða. Fyrsta prófið mitt er 4 maí, var ég búin að segja að ég þoli ekki Jens (ekki taka þetta bókstaflega), hann fer aðeins í eitt próf og það er núna á laugardaginn og svo er það búið. Þannig að verkfallið hefur ekki einu sinni áhrifa á hann, en ok ég skal reyna að vera ánægð fyrir hans hönd :)
Fyrir þá sem eru í próflestri óska ég góðs gengis en við hina njótið lífsins!
miðvikudagur, apríl 11, 2001
Páskar!
Páskarnir á næsta leyti, komið páskafrí í skólanum. Þetta verkfall er bölvað og ömurlegt að skuli ekki búið að vera að semja, það lítur út fyrir að við förum ekki til Kúbu :( eins og ég var farin að hlakka til. Mig langar til Kúbu.............................................................
Þetta er ferlega svekkjandi og svo er það svo týpiskt að það verði samið og við komust ekki til Kúbu. Ekki misskilja mig, vissulega vil ég að samið verði áður en til verkfalls kemur en af því að maður getur ekki tekið áhættuna á að kaupa fargjaldið og allt það.
En það þýðir ekki að vera súr, mér var sagt að Kúbu yrði ábyggilega þarna enn og Kastró. Það er bara að vona það besta :)
Gleðilega Páska
föstudagur, apríl 06, 2001
Námsferð!
Kom heim um fimmleytið í dag úr námsferð. Reyndar er það ekki alveg rétt því ég er ekki enn farin heim. Fór beint í vinnuna eftir að við komum í bæinn/borgina. Er frekar þreytt, það er erfitt að vera í rútu allan daginn og heimsækja fyrirtæki. En ég vil koma hrósi á framfæri. Við heimsóttum nokkur fyritæki á Suðurlandi bæði í dag og í gær en mesta hrósið fá kúabóndahjónin á Brúnastöðum (veit ekki í hvaða hreppi) því bestu móttökurnar fengum við þar eða þar fengum við sanna íslenska gestrisni. Við komum þarna til að taka tal af bóndahjónunum bæði upp á hvernig búskapur gengur og fleira. Fyrir utan það hvað var gaman að koma í fjós aftur en einu sinni fannst mér fjósalykt svo góð þá tóku þau afskaplega vel á móti okkur og buðu okkur upp á ískalda sveitamjólk, heimabakaðar kleinur, samlokur og gos. Hvergi í allri ferðinni höfðum við fengið þvílíkar veitingar hvað þá yfir höfuð veitingar.
Svo mitt hrós fá hjónin á Brúnastöðum.
Lengi lifi sveitin!
mánudagur, mars 19, 2001
miðvikudagur, febrúar 28, 2001
VÁ!
Þetta er farið að verða svona einu sinni í mánuði blogg hérna. Rétt næ febrúarmánuði ;)
En það sem ég vildi sagt hafa er að ég er á leið til Kúbu strax eftir próf :) í námsferð með land- og ferðafræðinemum. Planið er að vera 10 daga í námsferðinni en svo framlengi ég dvölina um nokkra daga með kærastanum mínum og fleirum. Mikill spenningur.
Hafið það gott
föstudagur, janúar 26, 2001
Nammihelgi!
jamm langt um liðið síðan það var ritað hér, en vildi bara segja að bloggið hjá kærastanum mínum er farið að virka aftur þannig að mögulega fer hann að tjá sig á netinu aftur :)
Vonum það besta og krosslegjum fingur.
Megið þið eiga góða og friðsamlega helgi.