Skólinn byrjaður
Jæja skólinn er byrjaður og búin að fara í nokkra tíma, mun samt missa viku af skóla þar sem ég er að fara í námsferð á morgun. Þá mun ég halda á Snæfellsnesið með landa- og ferðafræðinemum. Ég er einnig hætt í vinnunni og skrýtið að hugsa til þess að þurfa ekkert að mæta þangað og eiga frí öll kvöld vikunnar og helgar :-) hvað gerir maður þá?? Einhverjar tillögur
Kannski og vonandi verður bara þess duglegri að læra enda er ég skráð í meira en vanalega.
Ég var búin að plana að kaupa bakpoka í sumar, var búin að dreyma um slíkan þónokkuð lengi en viti menn ég fann bakpoka sem mér líkaði við en svo þegar ég ætlaði að kaupa hann nota bene í júlí þá var hann búinn :( og svo þegar ég hringdi í dag til þess að athuga með hann þá er hann ekki enn til og var mér tjáð að hann væri líka uppseldur úti þar sem þau panta hann frá. Ég ætlaði að kaupa mér Vango bakpoka en ég ætla að bíða og sjá hvort þetta fari ekki að koma, fæ lánaðan bakpokann hans Jens á meðan í ferðina.
Ég er að brjálast yfir því að einkunnin mín úr jarðfræðiprófinu sé ekki enn komin, ég tók prófið 20. ágúst og við vorum 4 sem tókum prófið og engin einkunn enn..................... hvað á þetta að þýða, óþolandi þegar það eru margir kennarar að kenna sama námskeið þá er biðin alltaf svo löng eftir einkunnum. Svo var líka tölfræði prófið sem ég tók í vor kært og enn er ekkert komið í sambandi við það. Ég er ekki svo þolinmóð manneskja.
Þolinmæði þrautin vinnur
miðvikudagur, ágúst 29, 2001
Birt af Linda Björk kl. 20:34
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli