BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, október 07, 2001

jáhá

Það er virkilega langt síðan ég skrifaði eitthvað hérna inn síðast. Hef reyndar ekki mikið að segja. Er dauðþreytt eftir daginn í dag en ég gekk upp á Mælifell í dag í grenjandi rigningu og varð hundlblaut. En hvers vegna gerði ég þetta? Jú vegna þess að ég er á námskeiði í landvörslu sem byrjaði núna 1 október og í dag var farin jarðfræðiferð. Það var svo sem ágæt en þar sem ég er búin með Jarðfræði 1A og 2A í Háskólanum þá er ég búin að fara í nokkrar jarðfræðiferðir í þessum námskeiðum og meðal annars um þetta svæði sem við fórum í dag (reyndar hef ég ekki gengið upp á Mælifell áður). Ég er ekki að segja að ég kunni þar af leiðandi allt eða vissi allt því alltaf gott að fá smá upprifjun en það er samt pínku leiðinlegt að vera alltaf á sömu slóðum. Það leiðinlegasta við þetta allt saman er að ég er svo hægfara að ég er alltaf lang síðust. Okey ég veit að einhver þarf að vera síðastur en af hverju ÉG!!! Nei svona grínlaust þá er ekki gaman að láta fólk bíða eftir sér og ég var komin með alveg rosalegan móral yfir þessu sérstaklega þar sem veðrið var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Svo á miðvikudaginn erum við á leið í Skaftafell í námskeiðinu og við munum ganga mikið þar. Það er bara að bíta á jaxlinn, er einhver með góð ráð handa mér? Mér finnst rosalega gaman að labba svona um og það er rosalega góð tilfinning sem fylgjir því að vera komin upp á fjallstopp en ekki gaman þegar maður er að tefja allt hitt fólkið í kringum sig.
oh well ég þarf víst að lifa við þetta. Ég get víst ekki stækkað mig. En ég tel það fullvíst að ég sé mikið hægfara vegna hæðar minnar, flestir eru hávaxnari en ég og þar af leiðandi með stærri skref en ég og komast yfir meira svæði en ég í einu skrefi. Það hlýtur að hafa áhrif.
Ekkert nema tómar afsakanir hérna. Læt þetta duga í bili, ætti að fara að drulla mér til þess að læra en ég er ekki alveg að meika þetta allt saman.

Brostu við heiminum og heimurinn brosir við þér!

0 Mjálm: