Sunnudagurinn!
Var fínn, mætti í vinnu klukkan átta en eftir vinnu þá var búið að ákveða að skella sér í go-kart sem við og gerðum. Reyndar vorum seinn sökum þess að sumir áttu í erfiðleikum með að mæta á réttum tíma ;) en hófst að lokum. Go-kartið var mjög fínt jafnvel þótt sumir strákana tóku fram úr mér þó alls ekki allir og ég tók fram úr Siggu :) en þar sem go-kartið tók aðeins 10 mínútur og við keyrðum að minnsta kosti í 20 mínútur frá Reykjavík til Njarðvíkur þá ákváðum við að skella okkur í Bláa lónið sem var aldeilis fínt því veðrið var líka með besta móti. Eftir þessi herlegheit þá brunuðum við í bæinn og grilluðum öll saman heima hjá mér og Jens :) tvö grill fyrir 13 manns en það gekk.
Það var síðan talað um að fara næst í Paintball og hafa eitthvað svipað, spurning hvort það gangi jafn vel :)
mánudagur, júlí 09, 2001
Birt af Linda Björk kl. 20:46
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli