BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, apríl 06, 2001

Námsferð!

Kom heim um fimmleytið í dag úr námsferð. Reyndar er það ekki alveg rétt því ég er ekki enn farin heim. Fór beint í vinnuna eftir að við komum í bæinn/borgina. Er frekar þreytt, það er erfitt að vera í rútu allan daginn og heimsækja fyrirtæki. En ég vil koma hrósi á framfæri. Við heimsóttum nokkur fyritæki á Suðurlandi bæði í dag og í gær en mesta hrósið fá kúabóndahjónin á Brúnastöðum (veit ekki í hvaða hreppi) því bestu móttökurnar fengum við þar eða þar fengum við sanna íslenska gestrisni. Við komum þarna til að taka tal af bóndahjónunum bæði upp á hvernig búskapur gengur og fleira. Fyrir utan það hvað var gaman að koma í fjós aftur en einu sinni fannst mér fjósalykt svo góð þá tóku þau afskaplega vel á móti okkur og buðu okkur upp á ískalda sveitamjólk, heimabakaðar kleinur, samlokur og gos. Hvergi í allri ferðinni höfðum við fengið þvílíkar veitingar hvað þá yfir höfuð veitingar.
Svo mitt hrós fá hjónin á Brúnastöðum.

Lengi lifi sveitin!

0 Mjálm: