Leynivinavika
Í næstu viku er leynivinavika í vinnunni - er komin með leynivin og þarf að gleðja vininn 3 daga í næstu viku. Það sem er keypt má ekki kosta meira en 1000 kr. Þannig að það er um 333 kr á dag.
Mig vantar hugmyndir - hvað get ég gert til þess að gleðja leynivininn.
Endilega komið með hugmyndir :)
###
Merkilegt hvað eldamennskan getur nú misheppnast hjá mér - virðist alltaf vera verst þegar ég elda fyrir mig. Oft aðeins skárra ef það eru fleiri í mat heldur en ég ;)
En var algjört met núna í vikunni þegar ég gerði rétt sem ég hef gert oft áður en gleymdi að sjóða hrísgrjónin - eiginlega nauðsynlegt með þessum rétti. Ég var búin að elda þegar ég fattaði að það vantaði hrísgrjónin þannig að ég nennti ekki að fara að bíða í 20 mínútur þangað til þau væru tilbúin.
###
Mundi setja inn fleiri myndir frá Bolivíu en bara nenni því ekki núna - geymist þangað til um helgina.
föstudagur, nóvember 27, 2009
Birt af Linda Björk kl. 19:32
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 Mjálm:
Hm.. ég ætla að vona að þú sért ekki að vinna á Hellisandi gæti reynst ykkur erfitt að halda því leyndu hver er leynivinur hvers ;)
Ásta D
Það er hægt að kaupa örbylgjuhrísgrjón ..sem tekur 2 mín að elda eru í pokum og frá ýmsum aðilum, ágæt fyrir tímabundna og gleymna ;)
kv
Ásta D
haha - nei er á Suðurlandsbrautinni og því miður er fólkið ekki út á landi með þar sem er einmitt erfitt að leyna því hver leynivinurinn er eða enginn er vinurinn á staðnum :(
ah betra að eiga þá örbylgjuofn fyrir örbygljuhrísgrjónin :)
Skrifa ummæli