Linsur
Notaði linsur í gær i fyrsta skipti síðan í maí þegar ein linsan festist í auganu á mér.
Mér til mikillar ánægju gerðist það ekki í gær, enda fór fljótlega önnur linsan úr og ég var bara með linsu í hægra auga sem ég náði út aftur.
Leynivinavikan var mjög skemmtileg og gekk vel að gleðja vin minn og hann grunaði mig alls ekki :) - ég hafði líka kolrangt fyrir mér við leynivin minn sem var að gleðja mig. Var alveg með það á hreinu að það væri karlmaður en það var það sko ekki og var hún eiginlega næstum því móðguð út í mig :) hehehe
Ryksugan mín er á einhverjum bömmer og er ekki með neinn kraft og því ekki hægt að ryksuga með henni :( - frekar fúlt þar sem jólin eru að koma og yfirleitt svona krafa hjá manni að hafa hreint þá.
jæja læt þetta duga í bili....
fimmtudagur, desember 10, 2009
Birt af Linda Björk kl. 23:18
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli