Skömm
Ég hef farið núna tvisvar í Hagkaup í Skeifunni að kvöldi til... er ekki stolt af mér yfir því. Ætlaði mér sko ekki að fara.
En að öðru.... held að veturinn sé kominn hingað á Snæfellsnesið, sandölum þarf að leggja og heppin ég er komin með létta gönguskó.
Hef líka komist að því að það er erfitt að búa í tveimur íbúðum sérstaklega þó ísskápslega séð. Í öðrum skemmist maturinn (svo sem ekkert mjög nýtt í þeim málum) og hinn tómur, spurning hvort ég fari að ferðast með mat með mér, fái mér kælibox sem er bara í bílnum!
Sá loksins Harry Potter - vá hvað ég var greinilega ekki alveg að muna eftir bókinni eða hún er breytt og svo fannst mér þessi mynd allt öðru vísi heldur en hinar myndirnar - tökulega séð. Svo dökk og dimm eitthvað. Fyndið líka að sjá þessa krakka þroskast og vera orðin næstum fullorðin -sjæs. En já komin með plan um að lesa bækurnar aftur!
Keyrði vestur í sveitasæluna í gærkvöldi og fór yfir Fróðárheiði í snjó og smá hríð. Hressandi.
Jæja látum þessu blaðri búið í bili enda líka mikið blaður.......
sunnudagur, september 27, 2009
Birt af Linda Björk kl. 17:38
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli