Flug
Fékk póst í dag þar sem mér var sagt að búið væri að aflýsa fluginu frá London til Rvk/Keflavík :(
Þetta þýðir auka nótt í London - ætlaði mér að fara beint úr fluginu frá Bólivíu til Íslands... en neibbs, verður ekkert að því.
Hef svo sem ekkert á móti auka nótt en held ég verði bara of þreytt eftir flugið til þess að geta notið London og þess utan er gisting svo skrambi dýr þarna.
Hef hugleitt að eyða bara nóttinni á flugvellinum, gæti geymt farangurinn minn í geymslu í London og farið svo á flugvöllinn um kvöldið og verði þar nóttina....... en nenni því ekki.
Langar ekki alveg að vera meðvitundarlaus þegar ég kem heim aftur ;)
miðvikudagur, september 09, 2009
Birt af Linda Björk kl. 22:25
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 Mjálm:
Geymuru ekki farangurinn á vellinum?
Það er að minnsta kosti hægt á Heathrow
þarf að skipta flugvöll þannig að ég þyrfti að gera mér aukaferð á völlinn með farangurinn...
ertu að fara með IE ?
þeir virðast vera að fella niður flug hægri vinstri og gefa bara skít í fólk ef það segir eitthvað
jebbs fer með þeim
Skrifa ummæli