Miðdegisverður
Enn er ég ákaflega lunkin við það að bjóða mér í mat á þessum og hinum stöðum.
Mér til varnar að þessu sinni er að ekki grunaði mig að ég mundi lenda í lambalæri og öðrum fínheitum um þrjúleytið að degi til þótt ég mundi kíkja í heimsókn.
En algjör snilld - þurfti því ekki kvöldmat og leiðin heim þá var ég södd og sæl - alla þessar 3 klst :)
Föstudagskvöldinu var eytt í æfingar á myndavélina mína og jókst skilningur til muna. Núna er því bara að halda þessu við og læra meira :) - vona þó að myndafélaginn sé ekki orðinn veikur eftir þetta útstáelsi.
Myndir teknar voru um 181 - og komst ég einnig að því að mig sárvantar þrífót. Algjör nauðsyn.
En já er aftur komin í sveitina og viðtekur klósettþríf, eftirlit og skrifstofuvinna - skemmtileg fjölbreytni :)
sunnudagur, september 20, 2009
Birt af Linda Björk kl. 20:34
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli