BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, ágúst 03, 2009

Strandirnar

Var að koma "heim" úr góðri ferð á Strandirnar í góðum félagsskap :)

Fór loks á galdrasafnið á Ströndum, kíkti á Kotbýli Kuklarans þar sem ég ætlaði varla að þora inn. Svo hrædd um að eitthvað mundi bregða mér þar... Sögusafnið í síldarverksmiðjuna í Djúpavík var hreint út sagt frábær, frábær tímasetning hjá mér í Krossneslaugina og ljúft að vera þar - dauðlangar aftur þangað og þá að kvöldi til og jafnvel heiðríkt :)

Vegurinn í Ófeigsfjörð áhugaverður með meiru, mikil þoka og svo steinn í veginum á heimleið.

Hefði ég þorað að stoppa þá hefði ég tekið mynd af steininum sem var á veginum en þar sem ég var svo hrædd um að fleiri kæmu ákvað ég að forða mér hið fyrsta frá steinar hrynja svæðinu og hringja í lögguna til þess að láta vita :) - Þurfti reyndar fyrst að stoppa og kíkja í kort til þess að átta mig á hvar steinninn væri ;)

En sjáið bara myndir - munu koma fleiri myndir í albúmið.

Áltafjörður ber nafn með réttu














Kotbýli kuklarans














Steinn í veginum - við Kaldbakshorn hafði hrunið úr hlíðinni og á veginn














Veiðileysa














Djúpavík














Skítugur bíll


















Ljósmyndasýning














Ein í Krossaneslauginni með þetta flotta útsýni














Vegurinn í Ófeigsfjörð

2 Mjálm:

Ella Bella sagði...

hvaða leyndardómur er þetta með það hverjum þú eyddir fyrstu helginni í ágúst með ?? forvitin er ég !!!

Linda Björk sagði...

hahaha - enginn leyndardómur - getur séð það á facebook :)