Söfn
Í sumar hef ég farið á þónokkur söfn og bættist enn eitt safnið við þegar ég fór til Ísafjarðar um daginn. En við komum við á Eiríksstöðum.
Verð að segja ða það var alveg brilliant og mikið sem ég dáðist að "safnafólkinu" - það tekur á móti fólki og segir frá. Virðist ekki vera neinar ákveðnar tímasetningar heldur kemur fólk inn og þau byrja að segja frá og svo kemur næsti og þau byrja aftur...
Er ábyggilega þvílíkt álag - þau voru líka svo flott þar sem þau voru í vikingafötum :)
###
Er búin að vera að skoða flug til Bolivíu... mikið svakalega er það dýrt!
Svo langaði mig líka að "koma við" í Guatemala áður en ég færi á ráðstefnuna en það kostar svo mikið auka að ég veit ekki barasta ekki hvað ég á að gera.
En annars er sennilegast að fæðast plan um hvað ég geri eftir ráðstefnu en vil samt hafa það opið ef eitthvað óvænt kæmi nú hendurnar... eitthvað spennandi :) eins og þjóðgarðsheimsókn eða eitthvað!
En Amazon heillar....
laugardagur, ágúst 22, 2009
Birt af Linda Björk kl. 17:21
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli