Sjósund
Ég er í tískunni.
Ótrúlegt en satt!
Ég og tveir aðrir strand/landverðir skelltum okkur í sjóinn um kvöldmatarleytið.
Var ekki mikið um sund þar sem var líka svo mikið um öldur og því meira um busl í öldunum.
Gríðarlega hressandi og kom mér á óvart að hafa skellt mér - kuldaskræfan mikla.
Hákon var búin að nefna þetta við mig nokkrum sinnum hvort við ættum nú ekki að fara í Skarðsvík og í sjóinn - sagði alltaf bara jájá. Handviss um að yrði ekkert af þessu eða ég mundi guggna.
En eru til meira segja myndir af þessu á facebook.
Og nei þær munu ekki koma á bloggið :)
þriðjudagur, ágúst 11, 2009
Birt af Linda Björk kl. 21:55
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli