BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, ágúst 27, 2009

Myndavél

Keypti mér flotta myndavél á þriðjudaginn :) - mjög lukkuleg með hana. Búin að prófa að taka sjálfsmynd og ég er með opin augu - þannig að hlýtur að vera hin fínasta vél.

Hérna er fyrsta myndin úr henni!














Mjög óspennandi mynd :)


Í dag eftir vinnu þá lá ég í sófanum hálf dottandi þegar ég heyrði eitthvað hljóð, opnaði augun og leit framm í eldhús (úr sófanum) - sá ég þá ekki eitthvað skjótast úr matarkörfunni og inn í geymslu.

Beið ég átektar og sá síðan mús koma og klifra upp í grindina - í matinn hans Hákons. Ég spratt úr sófanum, upp í herbergi....... að sækja myndavélina :)

Settist svo aftur í sófann og beið, tilbúin til þess að skjóta.

Ekki birtist músin aftur.

Þegar Hákon kom heim fórum við að ræða aðgerðina mús úr húsi. En fórum einmitt í eina slíka aðgerð á seinasta ári.

Vandamálið enn og aftur að við vorum ekki með neitt stígvél - eins og allir vita er það nauðsynlegt í músaveiðum. Við nenntum ekki strax í aðgerðina og borðuðum því fyrst, við frágang eftir matinn fór Hákon inn í geymslu og tók eftir músinni í einum af "endurvinnslu" kassanum. Kassinn því tekinn og settur út.

Músin frjáls og á lífi - ólíkt því sem var á seinasta ári.

Músin í kassanum.














Svo hljóp músin út í haga... á þvílíkum hraða

sunnudagur, ágúst 23, 2009

Jökullinn

laugardagur, ágúst 22, 2009

Söfn

Í sumar hef ég farið á þónokkur söfn og bættist enn eitt safnið við þegar ég fór til Ísafjarðar um daginn. En við komum við á Eiríksstöðum.

Verð að segja ða það var alveg brilliant og mikið sem ég dáðist að "safnafólkinu" - það tekur á móti fólki og segir frá. Virðist ekki vera neinar ákveðnar tímasetningar heldur kemur fólk inn og þau byrja að segja frá og svo kemur næsti og þau byrja aftur...

Er ábyggilega þvílíkt álag - þau voru líka svo flott þar sem þau voru í vikingafötum :)

###

Er búin að vera að skoða flug til Bolivíu... mikið svakalega er það dýrt!

Svo langaði mig líka að "koma við" í Guatemala áður en ég færi á ráðstefnuna en það kostar svo mikið auka að ég veit ekki barasta ekki hvað ég á að gera.

En annars er sennilegast að fæðast plan um hvað ég geri eftir ráðstefnu en vil samt hafa það opið ef eitthvað óvænt kæmi nú hendurnar... eitthvað spennandi :) eins og þjóðgarðsheimsókn eða eitthvað!

En Amazon heillar....

miðvikudagur, ágúst 19, 2009

Hellissandur-Rvk-Hellissandur-Ísafjörður-Hellissandur

Öll þessi leið á aðeins þremur dögum: Hellissandur-Rvk-Hellissandur-Ísafjörður-Hellissandur

Eða í raun tveimur og hálfum dögum.

Já var þreytt þegar helgin kom loks í seinustu viku.

Mánudagskvöld eru vinsæl til að halda grillveislu og búin að skella mér aftur í sjóinn.

Átti undarlegt samtal í búðinni í gær - eða í fyrstu var maður sem ruglaði á mér og einhverjum öðrum. Skil ekki hvernig - ég er einstök :)

hahaha

en já lífið er ljúft, búin að vera í klósettmálum og smá útiveru í vinnunni.

þriðjudagur, ágúst 11, 2009

Sjósund

Ég er í tískunni.

Ótrúlegt en satt!

Ég og tveir aðrir strand/landverðir skelltum okkur í sjóinn um kvöldmatarleytið.

Var ekki mikið um sund þar sem var líka svo mikið um öldur og því meira um busl í öldunum.

Gríðarlega hressandi og kom mér á óvart að hafa skellt mér - kuldaskræfan mikla.

Hákon var búin að nefna þetta við mig nokkrum sinnum hvort við ættum nú ekki að fara í Skarðsvík og í sjóinn - sagði alltaf bara jájá. Handviss um að yrði ekkert af þessu eða ég mundi guggna.

En eru til meira segja myndir af þessu á facebook.

Og nei þær munu ekki koma á bloggið :)

sunnudagur, ágúst 09, 2009

Bíll

Langar í bíl eða allavega smá löngun farin að gera vart við sig að langa í bil.

Kom allt eftir seinustu helgi í ferðinni á strandirnar.

Fer samt í salt og þarf að skoða möguleikann hvort sé kannski bara hentugra að leigja bíl nokkra daga á ári í stað þess að eiga bíl allt árið :)

mánudagur, ágúst 03, 2009

Strandirnar

Var að koma "heim" úr góðri ferð á Strandirnar í góðum félagsskap :)

Fór loks á galdrasafnið á Ströndum, kíkti á Kotbýli Kuklarans þar sem ég ætlaði varla að þora inn. Svo hrædd um að eitthvað mundi bregða mér þar... Sögusafnið í síldarverksmiðjuna í Djúpavík var hreint út sagt frábær, frábær tímasetning hjá mér í Krossneslaugina og ljúft að vera þar - dauðlangar aftur þangað og þá að kvöldi til og jafnvel heiðríkt :)

Vegurinn í Ófeigsfjörð áhugaverður með meiru, mikil þoka og svo steinn í veginum á heimleið.

Hefði ég þorað að stoppa þá hefði ég tekið mynd af steininum sem var á veginum en þar sem ég var svo hrædd um að fleiri kæmu ákvað ég að forða mér hið fyrsta frá steinar hrynja svæðinu og hringja í lögguna til þess að láta vita :) - Þurfti reyndar fyrst að stoppa og kíkja í kort til þess að átta mig á hvar steinninn væri ;)

En sjáið bara myndir - munu koma fleiri myndir í albúmið.

Áltafjörður ber nafn með réttu














Kotbýli kuklarans














Steinn í veginum - við Kaldbakshorn hafði hrunið úr hlíðinni og á veginn














Veiðileysa














Djúpavík














Skítugur bíll


















Ljósmyndasýning














Ein í Krossaneslauginni með þetta flotta útsýni














Vegurinn í Ófeigsfjörð