Ónæði
Ókosturinn við staðinn þar sem ég er búsett er að ef ég hef ekki kyrfilega læst þá á ég von á því að fullt af ókunnugu fólki æði inn til mín.
Er ekki svo félagslynd ;)
Merkilega nokk þá virðist fólkið sem kemur hingað um helgar ekki geta með nokkru móti munað eða vitað í hvaða íbúð það er. Það er nokkrum sinnum yfir helgi tekið í hurðahúninn hjá mér - en aldrei bankað.
Þannig að ef það væri ekki læst þá kæmi allt þetta fólk bara inn á gafl hjá mér.
Ákvað að fara í sund í Stykkishólmi í dag - sem reyndist síðan ekki vera mjög góð ákvörðun en "slys" gera víst ekki boð á undan sér.
Allavega ég náði ekki annarri linsu úr auganu á mér eftir sundið og núna er ég þræl aum í auganu, linsan (að ég held) enn þar og ég komin með fallegan lepp. Þvílíkt óþægilegt.
Slapp við lögguna í Grundarfirði að þessu skipti - enda á löglegum hraða og undir allan tímann. Mætti henni meira segja rétt hjá staðnum þar sem hún tók mig um daginn. Síðan fyrir utan Rif þá var lögreglan að hraðamæla, hef aldrei séð hana áður hraðamæla hér um slóðir. En þurfti ekki að hafa áhyggjur enda undir hámarkshraða :)
helv... augað
laugardagur, maí 09, 2009
Birt af Linda Björk kl. 21:07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli