Svaðilför
Lenti í hálfgerðum svaðilförum á leið heim úr vinnu í dag.
Þurfti að fóta mig í hálku ásamt því að vaða læki eða nánast árfarveg sem var farin að myndast.
Þetta gerði þó ekkert til því ég var vel búin - jaa reyndar ekki fyrir hálkunni en allri bleytunni.
Það sem gerði mig vonda var maðurinn sem fór yfir á rauðu ljósi og var ekkert að pæla í gangandi vegfarendum - mér. Í þokkabót var hann í símanum.
Fyrst hélt ég að hann væri svo lengi að stoppa og þegar hann var að verða komin þannig að hann var fyrir gönguleiðinni minni (ég var að ganga yfir á grænum kalli) þá varð ég smá foj og var að spá í hvort ég ætti að berja í hurðina hjá kallinum því ég hefði þurft að taka lykkju á leið mína.
En nei þá fer kallinn yfir og það er hárautt hjá honum og lítur ekki einu sinni í átt til mín til þess að athuga með gangandi fólk.
En já komst heil heim og nokkuð þurr bara - sokkar smá rakir en ekkert miða við lækina sem ég þurfti að vaða :)
mánudagur, desember 22, 2008
Birt af Linda Björk kl. 23:49
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli