Langlífi
Þessi frétt birtist á mbl.is í dag.
Elsta kona Noregs, Gunda Harangen, er látin 109 ára að aldri. Harangen sagði í viðtali, sem birtist árið 2006, að hún hefði lifað svona lengi vegna þess að hún drykki eitt glas af koníaki á hverjum degi og hefði ekki verið í tygjum við karlmenn.
Harangen, sem var elst sjö systkina, fæddist 28. desember 1898. Hún lést í svefni 25. nóvember, að sögn frænda hennar.
Ég var næstum því farin að svitna við tilhugsunin að verða svona - passar allt svo vel, elst sjö systkina (ég á sex systkini þannig að ég hlýt að vera elst af sjö) - eða alveg þangað til ég fattaði að ég drykki ekki koníak.
Er hólpin
þriðjudagur, desember 02, 2008
Birt af Linda Björk kl. 13:53
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 Mjálm:
Þú gætir byrjað að staupa þig núna!
Guðmunda
hahaha einmitt það sem ég ætlaði að fara að segja, aldrei of seint að byrja ;)
öss spurning hvort hægt sé að taka þá áhættu - ef ég skyldi fara að staupa mig þá er hættan á að ég verði í tygjum við karlmenn....
en þar fyrir utan er ég heldur svo sem ekkert að leita að langlífi bara ánægju lífi :)
Skrifa ummæli