Gleðilegt nýtt ár!
Takk fyrir lestur og samveru á árinu sem er að líða!
Gangið hægt um gleðinnar dyr :)
miðvikudagur, desember 31, 2008
þriðjudagur, desember 30, 2008
Jólabókin
Kláraði jólabókina í gær.
Er enn að hneykslast á lélegum yfirlestri hjá útgefanda. Skrifaði tölvupóst áðan til þess að athuga hvort væri ekki örugglega lesið yfir bókina því í fyrra var þetta svona líka.
Ekki nóg með að sumar setningar væru skrýtnar og á sumum stöðum vantaði smáorð eins og að þá var líka stafsetningarvilla. Sófi var hvað eftir annað skrifað með tveimur ff eða sem sóffi. Rakst á þetta oftar en einu sinni.
Ég er ekki sú besta í íslensku, setningarfræði eða hvað þetta heitir nú allt saman þannig að þetta hlýtur að vera þá töluvert úr því að ég tek eftir þessu. Tek nefnilega oft ekki sjálf eftir þessu í ritgerðum eftir sjálfan mig ;)
###
Jólin eru búin að vera fín en hausinn er þó búin að vera stríða mér. Sem betur fer ekki þó það slæmt að ég hafi verið rúmföst en svona allt að því suma daga (jóladag) en samt alla daga einhverjir verkir sem ég er ekki ýkja hrifin af.
En bara nýtt ár í vændum - spennandi!
mánudagur, desember 29, 2008
Bíó
Fór á myndina Australia í gær og var sko ekki fyrir vonbrigðum. Búin að bíða eftir myndinni síðan í sumar.
Fékk smá endurhvarfs til tíma míns í Ástralíu en fékk líka smá sögulegar staðreyndir sem mér finnst alltaf gaman bæði að lesa um og sjá í bíómyndum.
Myndin kom ágætlega til skila upplýsingum um frumbyggjana - Aborginales í Ástralíu, líka um hvernig er að vera hvorki svartur né hvítur.
Mér fannst myndin æði.
Ekki skemmdi heldur fyrir að horfa á flottan karlmann í rúma 3 klst ;)
miðvikudagur, desember 24, 2008
mánudagur, desember 22, 2008
Svaðilför
Lenti í hálfgerðum svaðilförum á leið heim úr vinnu í dag.
Þurfti að fóta mig í hálku ásamt því að vaða læki eða nánast árfarveg sem var farin að myndast.
Þetta gerði þó ekkert til því ég var vel búin - jaa reyndar ekki fyrir hálkunni en allri bleytunni.
Það sem gerði mig vonda var maðurinn sem fór yfir á rauðu ljósi og var ekkert að pæla í gangandi vegfarendum - mér. Í þokkabót var hann í símanum.
Fyrst hélt ég að hann væri svo lengi að stoppa og þegar hann var að verða komin þannig að hann var fyrir gönguleiðinni minni (ég var að ganga yfir á grænum kalli) þá varð ég smá foj og var að spá í hvort ég ætti að berja í hurðina hjá kallinum því ég hefði þurft að taka lykkju á leið mína.
En nei þá fer kallinn yfir og það er hárautt hjá honum og lítur ekki einu sinni í átt til mín til þess að athuga með gangandi fólk.
En já komst heil heim og nokkuð þurr bara - sokkar smá rakir en ekkert miða við lækina sem ég þurfti að vaða :)
sunnudagur, desember 21, 2008
Allt að koma
Kláraði jólagjafirnar á föstudaginn, búin að þrífa og setja jólaskraut á sinn stað.
Allt að smella.
Þannig að lítur út fyrir að ég geti átt náðuga daga framunda.
En kannski krota á nokkur jólakort og svo búin.
fimmtudagur, desember 18, 2008
Loksins
Var að skila inn seinasta verkefninu inn fyrir þessa önn og því komin í "jólafrí".
Jeii.
Annars var gífurlega skemmtileg upplifun áðan upp í ártúni. Var á leið til systur minnar og þurfti að skipta um strætó. Vagnarnir áttu semsagt að passa akkúrat saman nema hvað þegar ég kem er enginn vagn. Þurfti að bíða í hálftíma eftir að vagninn kæmi nema á þessum hálftíma komu 4 vagnar nr. 15 og 2 vagnar nr. 18 ásamt því að vagninn sem ég kom með var kominn aftur.
já var orðið frekar spaugilegt með leið nr. 15 - sáum alltaf strætó koma og héldum að væri okkar vagn (vorum nokkur þarna) en alltaf var það 15
En já svo er að hespa af jólagjöfum á morgun, kíkja kannski í lokapartý hjá nemendafélaginu og svo þrífa og setja upp jólaskraut um helgina.
mánudagur, desember 15, 2008
Í skólanum
í skólanum er gaman að vera.........
en öllu má nú ofgera ;)
Loksins keytpi ég kerti í aðventukransinn - ekki seinna vera svona þriðja í aðventu (keypti í gær sko) en svo kveikti ég ekkert á kertunum.
Spurning hvað gerist fjórðu í aðventu - hvort verði bara kveikt á þeim öllum í einu. Skapa bara nýja hefð!
en já ætli maður ætti að drullast til þess að gera eitthvað úr því að maður er að hangsa í skólanum....
föstudagur, desember 12, 2008
Próf
Já er ekki alveg búin að skilja við prófið sem ég var í - í dag.
Er svo hissa á einni spurningu - er ekki að skilja tilganginn með henni og fannst hún ansi ósanngjörn.
Ég semsagt var í vistfræðiprófi þar sem kom ein 15% spurning um hver jafnan væri fyrir carrying capacity (þolmörk). Ég get ekki skilið þessa spurningu og hefði frekar skilið hefðum við þurft að reikna út úr jöfnunni eða útskýrt línuritið sem kom með hvað það þýddi en ekki hver jafnan er. Hætti að leggja jöfnur á minnið eftir að ég hætti í stærðfræði....
Ok þessi spurning hefði alveg mátt koma en þá gilda 3-5 % en ekki heil 15%.
Voru fjórir kennarar með þetta námskeið og spurningarnar komu í hlutfalli við kennsluna hjá þeim - en er svo hissa ef enginn hefur sett neitt út á þessa spurningu...
en já varð bara að koma þessu frá mér.
Tónleikar
Mikið rosalega langar mig á tónleikana með Emílíönu Torrini annað kvöld eða sunnudagskvöldið.
En það er uppselt á bæði kvöldin.
Sem er kannski gott því þá spara ég peninginn - er frekar dýrt á tónleikana.
###
En búin með prófin og núna er "aðeins" eftir eitt verkefni sem ég vonast til þess að ég klári um helgina.
En já svo er það þá vinna,kaupa jólagjafir, þrífa og setja jólaskraut á sinn stað.
fimmtudagur, desember 11, 2008
Kvöldmatur
Maður verður greinilega að vera svolítið uppfinningasamur á það hvernig maður borðar kvöldmatinn. Ekki hvað heldur hvernig.
Málið er að ég er upp í skóla og fór á kaffistofu eina til þess að geta hitað upp kvöldmatinn minn. Nema til þess að geta borðað kvöldmatinn minn þá þurfti ég til þess áhöld.
Þessi áhöld voru ekki til staðar á kaffistofunni - greinilega gengið frá öllu þegar kellurnar fara.
Þannig að sem betur fer var pappamál til staðar og ég gat því notað hluta af því til þess að skófla upp í mig matnum mínum.
###
Úti er orðið veður vont.
Langar svo sannarlega ekki heim í þessu veðri - eða langar ekki út til þess að komast heim!
hvað gerir maður þá?
verður alla nóttina í skólanum!
- ekki heillandi heldur
mánudagur, desember 08, 2008
Skilað
Búin að skila prófi!
Jamm - ekkert voða sátt og lá við að ég dræpi sjálfan mig úr leiðindum yfir því að vera svona fúl og pirruð.
En lokið.
Svo er bara að bíða og sjá ........
Pirruð
arrrrggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggggg
Ég er svo nálægt þvi að taka tölvuna og fleyja henni í gólfið, jafnvel þótt hún eigi engan þátt í pirringi mínum.
Er þvílíkt pirruð á þessu próf og er ekki að finna það sem ég er að leita að.... búin að ganga þvílíkt illa að annað eins hefur nú bara ekki þekkst svei mér þá.
shit ég er fúl og pirruð!
En koma mér að verki um einn og hálfur tími eftir.................
sunnudagur, desember 07, 2008
Heima
Ég var að taka þá ákvörðun að vera heima í dag að læra.
Veit ekki hversu gáfuleg sú ákvörðun er í ljósi þess að mér finnst ég aldrei koma miklu í verk þegar ég er heima - lærdómslega séð.
En þar sem ég er að fara í heimapróf á morgun frá átta um morguninn til miðnættis þá er eins gott að venja sig við. Treysti því nefnilega ekki að ég fái nógan frið á morgun í skólanum til þess að gera prófið ;)
En kosturinn við það er að ég mun kannski elda þá eitthvað í kvöld en man ekki hvenær ég eldaði seinast (fyrir utan grjónagrautinn heima hjá litlu systur).
En já ætti maður að koma sér að verki!
fimmtudagur, desember 04, 2008
Æst
Stundum verð ég svo æst eða frekar spennt yfir einhverju sem ég er að gera. Núna t.d. er ég byrjuð á öðru verkefni og það verkefni tengist að hluta til mastersverkefninu mínu. Er semsagt að finna og lesa greinar. Þegar ég held að ég sé komin á slóð sem mér finnst spennandi og er í rétta átt þá verð ég svo spennt og finnst alveg frábært að vera komin á þessa slóð.
Jafnvel þótt slóðin verður köld einhverju síðar.
En það er gott að maður hefur gaman og verður spenntur yfir því sem maður er að gera :)
Jæja jæja
Held ég sé búin með eitt stykki ritgerð hérna, og það á tíma sem mér finnst bara ansi gott.
Það sem er hinsvegar vont er að akkúrat núna þá finnst mér þetta arfa vond ritgerð og þvílíkt kjaftæði en svo koma líka tímar þar sem mér finnst hún bara allt í lagi.
Þannig að það má segja að ég hafi gjörsamlega enga hugmynd hvernig þessi ritgerð er.
En já þótt maður sé búin með eina ritgerð þá er víst að halda áfram, enn er eftir eitt verkefni og tvö próf.
þriðjudagur, desember 02, 2008
Langlífi
Þessi frétt birtist á mbl.is í dag.
Elsta kona Noregs, Gunda Harangen, er látin 109 ára að aldri. Harangen sagði í viðtali, sem birtist árið 2006, að hún hefði lifað svona lengi vegna þess að hún drykki eitt glas af koníaki á hverjum degi og hefði ekki verið í tygjum við karlmenn.
Harangen, sem var elst sjö systkina, fæddist 28. desember 1898. Hún lést í svefni 25. nóvember, að sögn frænda hennar.
Ég var næstum því farin að svitna við tilhugsunin að verða svona - passar allt svo vel, elst sjö systkina (ég á sex systkini þannig að ég hlýt að vera elst af sjö) - eða alveg þangað til ég fattaði að ég drykki ekki koníak.
Er hólpin