Útþrá
Er með gífurlega mikla og sterka útþrá núna.
Nærri bara veik af tilhugsuninni að geta ekkert farið á næstunni.
Langar í langa ferð - ekki bara svona bæjarhopp heldur svona almennilega ferð eins og ég fór 2006 - fyrir tveimur árum síðan - pfff hvað tíminn er fljótur að líða.
Finnst alveg kolómuglegt að geta ekkert gert í þessu á næstunni - að minnsta kosti ekki næsta árið. Að öllum líkindum.
###
Var að breyta í svefnherberginu - aðeins að reyna að létta á draslinu þar og því virðist sem að tölvuborð sé á lausu.
Einhver sem vill tölvuborð?
Í öllum þessum látum þá varð að taka loftnetssnúruna úr sambandi og þegar það gerist þarf ég að leita að stöðvunum aftur á sjónvarpinu. Tómt vesen sérstaklega þar sem það er ekki að finna neinar stöðvar núna.
Var síðan að prófa prentara sem mér áskotnaðist um daginn - daginn þegar ég fékk álögunum aflétt. Prentarinn virkar að því leyti að þegar ég ýti á prent þá kemur út blað en það versta er að kemur enginn texti á blaðið.
Sennilegast að blekið sé búið en finnst að þá ætti prentarinn eða tölvan að láta mig vita af því.
Fór á fína hjólinu mínu til ömmu í dag - þarf svo að þjálfa upp hjólaþol.
En nafn á gæðinginn - eru fleiri tillögur heldur en blámann?
sunnudagur, júlí 27, 2008
Birt af Linda Björk kl. 22:00
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 Mjálm:
Bláa Þruman
eða
Bláa þundrið
eða
Bláa Hættan
kv Ásta
Skrifa ummæli