Dagurinn
Dagurinn í dag var einstaklega illa nýttur :( - var að sjálfsögðu í vinnu fyrir framan tölvuskjá - inni.
Síðan um hádegið var haldið til tannlæknis - var síðan dofin fram eftir degi, fór ekki að losna við deyfinguna fyrr en að vinnudegi loknum og var eiginlega bara dáltið uppgefin.
Þetta allt á heitasta degi ársins - enn sem komið er.
Eitthvað er litla undirtektir í nafnakeppninni á gæðingnum mínum en held ég hafi sjálf gefið hjólinu nafn þegar ég bað um nafn en held að hjólið muni bara bera nafnið gæðingurinn ;)
miðvikudagur, júlí 30, 2008
mánudagur, júlí 28, 2008
Léttir
Er þrælánægð með breytinguna á svefnherberginu mínu - gerði ekki mikið - tók eitt tölvuborð út og við það varð bara heilmikið pláss.
Okey tók pappakassa líka og setti inn í skáp en þvílíkur munur.
Á bara eftir að setja tímaeyðsluna inn í herbergi og þá er þetta komið.
sunnudagur, júlí 27, 2008
Útþrá
Er með gífurlega mikla og sterka útþrá núna.
Nærri bara veik af tilhugsuninni að geta ekkert farið á næstunni.
Langar í langa ferð - ekki bara svona bæjarhopp heldur svona almennilega ferð eins og ég fór 2006 - fyrir tveimur árum síðan - pfff hvað tíminn er fljótur að líða.
Finnst alveg kolómuglegt að geta ekkert gert í þessu á næstunni - að minnsta kosti ekki næsta árið. Að öllum líkindum.
###
Var að breyta í svefnherberginu - aðeins að reyna að létta á draslinu þar og því virðist sem að tölvuborð sé á lausu.
Einhver sem vill tölvuborð?
Í öllum þessum látum þá varð að taka loftnetssnúruna úr sambandi og þegar það gerist þarf ég að leita að stöðvunum aftur á sjónvarpinu. Tómt vesen sérstaklega þar sem það er ekki að finna neinar stöðvar núna.
Var síðan að prófa prentara sem mér áskotnaðist um daginn - daginn þegar ég fékk álögunum aflétt. Prentarinn virkar að því leyti að þegar ég ýti á prent þá kemur út blað en það versta er að kemur enginn texti á blaðið.
Sennilegast að blekið sé búið en finnst að þá ætti prentarinn eða tölvan að láta mig vita af því.
Fór á fína hjólinu mínu til ömmu í dag - þarf svo að þjálfa upp hjólaþol.
En nafn á gæðinginn - eru fleiri tillögur heldur en blámann?
fimmtudagur, júlí 24, 2008
Hjólið mitt
Komið með hjólið mitt heim - jeii
Svo er gott að hjóla á því - ok á eftir að fara í langan hjólatúr en smá rúntur í innkeyrslunni sannfærði mig um ágætið.
Liturinn er alveg fínn þótt hann sé mjög óræðin.
Hvaða litur telur þú þetta vera?
Um daginn rakst ég á kónguló á baðherberginu mínu - risakónguló.
Þá var ég fegin að vera ekki í Ástralíu því ég hefði ekki viljað rekast á þessa á baðherbergi þar....
miðvikudagur, júlí 23, 2008
Oh
Stundum koma sumir hlutir í bakið á manni - hafði það svo á tilfinningunni með þetta. Hefði átt að gera eitthvað í þessu áður og tala við ákveðna manneskju - jafnvel þótt hún hafi verið í fríi.
Er ekki sátt.
Versta við þetta er að þetta tengist vinum mínum :(
p.s. svo miskiljist ekki þá voru vinir mínir ekki að gera neitt frekar það að þeir urðu fyrir þessu.
þriðjudagur, júlí 22, 2008
Hjólaeigandi
Er víst orðin hjólaeigandi - minnsta kosti á pappír.
Ekki enn búin að fá hjólið, það er verið eða verður sett á það bretti og standari áður en ég fæ það í hendur.
Liturinn er því miður ekki fagurrauður heldur mjög svo óræðin litur - svo óræðin að ég spurði um það í hjólabúðinni og afgreiðslumaðurinn var hreint ekki alveg viss.
Keypti hjálm líka þannig að litla 3 ára systurdóttir mín getur ekki skammað mig núna fyrir að vera hjálmlaus.
En hjálmurinn er flókinn og leiðbeiningarnar dugðu ekki til - ég sem var að verða svo fær í að lesa leiðbeiningar.
Kannski kann ég bara að lesa IKEA leiðbeiningar.
Spurning
mánudagur, júlí 21, 2008
já já
Heilsan öll að koma til og ákvað að hætta að taka inn þessi ofnæmislyf. Held að þessi læknir hafi ekki greint mig rétt. Enda af hverju ætti ég að vera með allt önnur einkenni heldur en aðrir frjókornsofnæmis fólk.
En já komin með myndir úr brúðkaupinu 12. júlí í myndaalbúmið mitt - á samt enn eftir að laga myndirnar sem komu leiðinlega út.
Stefnan um seinustu helgi var að vera heima og láta batna en þrátt fyrir að gardínur gerðu sitt besta til þess útiloka sólina þá dauðleiddist mér og ákvað að stefna úr bænum.
Já já - ég hélst ekki innan borgarmarka þessa helgi, fór að vísu ekki langt en út fyrir höfuðborgina. Var í góðum félagsskap og endaði í heita potti og kvöldmat með eðal eftirrétti.
Á morgun er það síðan kannski Skorradalur og Borgarnes eða daginn þar eftir....
þriðjudagur, júlí 15, 2008
Heilsan
Mætti vera svo mikið betri.
Skreið heim úr vinnu í dag- vissi að ég átti ekkert að fara en þurfti að klára eitt verkefni sem tókst ekki :(
Kíkti til læknis síðan í dag - fékk ekki venjulegan tíma heldur þurfti að mæta á læknavaktina á heilsugæslu eftir venjulegan dagtíma.
Var heldur fljótur fannst mér að úrskurða hvað væri að mér.
Ofnæmi takk fyrir!
Já já tek bara upp úr því úr þurru að fá frjókorns og grasaofnæmi svona á gamals aldri ;)
pff.... hefði átt bara að halda mér í sveitinni
en vona að ofnæmislyfið sem hann gaf mér virki og það fljótt.
###
Hlakka afskaplega til næstu helgi og það vegna þess að ekkert er planað - eftir mjög langan tíma hef ég heila helgi fyrir mig.
Vona bara að heilsan verði komin í lag.
mánudagur, júlí 14, 2008
Þriðja brúðkaup sumarsins
Þá er þriðja brúðkaup sumarsins lokið. En það brúðkaup fór fram í Eyjafjarðarsveit. Var það uppeldisbróðir minn sem gifti sig að þessu sinni.
Vinkonur Rósu (brúður) komu með skemmtilegan pistil um hvernig þau kynntust eða hittust fyrst og var það á Þórshöfn og var sýnd mynd af henni við skilti sem sýndi vegalend til Bakkafjarðar og sagt að hugur hennar stefndi þangað.
Talandi um Bakkafjörð þá voru nokkrir "krakkar" þaðan sem komu í brúðkaupið og sum þeirra hef ég ekki séð í 18 ár enda sýndi það sig að ég hefði aldrei getað giskað hverjir tveir af þeim voru nema mér var sagt það og verð að taka þau orð trúanleg. Skrýtið að sjá þau.
En ég hefði alls ekki átt að fara norður af heilsufarsástæðum - alltaf gott að vera vitur eftir á - en batnaði ekki og er búin að vera mjög slæm í dag - með alveg forljótan hósta.
En hitti líka æskuvinkonu mína sem er alltaf frábært en komust að því að væru sennilegast tvö ár síðan við hittumst seinast.
En já myndir koma seinna inn í myndaalbúm - svona þegar ég treysti mér til
nni
fimmtudagur, júlí 10, 2008
Ástralía-Akureyri
Verður víst bara Akureyri
Væri alveg til í að vera á leiðinni til Ástralíu núna - að vísu ekki með hálsbólguna með mér.
Langar reyndar ekkert að fara með hálsbólguna heldur til Akureyrar.
Var skítt í gærdag og seinni part þriðjudags - búin að vera slöpp og fékk þessa hræðilegu hálsbólgu í gær og í dag fór röddin eitthvert.
Samt búin að vera samviskusöm og mæta í vinnu þrátt fyrir að vilja heldur dvelja í rúminu. Átti reyndar erfitt á tímabili í dag að halda augum opnum.
slæmt þegar þarf að nota þau í lestur ;)
mánudagur, júlí 07, 2008
Bíll
Vill einhver skipta á bíl um helgina við mig? :)
Ég var að vonast eftir að ég mundi keyra bíl norður fyrir brúðguma fyrir brúðkaupið næstu helgi en það breyttist þar sem hann fékk mann á bílinn (í vinnu).
Þrátt fyrir að eiga ekki bíl er ég greinilega smá vandfýsin ;) - hef möguleika á að fara á bíl mömmu en hann er ekki mjög fýsilegur kostur - þess utan finnst mér hann ekki hæfur í langkeyrslu. En get boðið hann í staðinn fyrir lán á bil um helgina hahah (er með leyfi).
Anybody?
oh well...
Brúðkaup
Jæja þá er litla systir gift.
Brúðkaup afstaðið og allt tókst vel en ekki laust við að ég sé frekar þreytt eftir helgina.
Enda lítil svefn eftir brúðkaup þar sem systrabörnin voru hjá mér og litli kútur síðan veikur - var reyndar ágætlega hress á sunnudagsmorguninn.
En það er engin miskun í brúðkaupum og næsta brúðkaup er um næstu helgi og það fyrir norðan.
###
Aðeins að öðru þá er mig farið að dauðlanga á Strandirnar og er að spá í að reyna að koma mér þangað í sumar - er að melta það með mér. Einhver sem hefur áhuga á að slást í för með mér?
og myndir úr brúðkaupi helgarinnar komið í myndaalbúmið mitt.
föstudagur, júlí 04, 2008
Vitlaus
Það er stundumm ekki alveg allt í lagi. Eða langt í kveikjarann.
Allavega urðu smá breytingar hér í gærkvöldi og sjónvarp hent fram í stofu (ekki af mér). Ástæða er að kemur hér barnapía á morgun að passa og systrabörnin mín sofa inni í herbergi.
Nema hvað ég er búin að sitja inn í stofu og reyna skipta um stöð með fjarstýringunni og hún hefur ekki viljað láta undan. Ég prófaði meira segja að skipta um batterý en ekkert gerðist.
Þangað til að kviknaði smá ljós á perunni hjá mér - stóll var fyrir skynjaranum á sjónvarpinu og þegar hann var færður þá virkar fjarstýringin fínt.
En allavega stóri dagurinn á morgun - litla systir að gifta sig litla kellingin (hahaha) -
og sem betur fer er brúðagjöfin komin.
miðvikudagur, júlí 02, 2008
Sund
Skellti mér í sund eftir vinnu í dag.
Eftir að hafa synt kilometirinn, setið í heita pottinum var tími kominn á að fara í sturtu. Nema hvað það var búið að ræna handklæðinu mínu eða það tekið misgripum.
Frekar mikið fúlt.
starfsmaður kom mér til bjargar og reddaði mér handklæði þannig að ég þyrfti ekki að "hrista" mig til þess að reyna að þurrka mig eða standa þar til ég yrði þurr. En þegar ég var á leið minni inn í klefa þá tók Sigga eftir konu sem var að skila handklæði og viti menn. Mitt handklæði - notað.
yakk. En fékk þó mitt handklæði tilbaka - líka upphafstafirnir mínir í handklæðinu þannig að ekki fer milli mála nema viðkomandi hafi lbh í sínu nafni líka.
En hvað um það - er komin á hjól þannig að ég get hjólað í vinnuna sem er þvílíkur munur en á enn eftir að kaupa mér MITT hjól en hjólið sem mig langar í kemur sennilegast ekki fyrr en 19. júlí - búuhúuu. Ég vil fá það núna.
En þarf smá hjálp - eruð þið með hugmyndir hvað ég get gefið Ellen systur og Atla í brúðkaupsgjöf á laugardaginn??
Anybody!!